A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Svar við bókun á sveitarstjórnarfundi 1360

Þorgeir Pálsson | 13. apríl 2024

Kæru íbúar Strandabyggðar,


Á síðasta sveitarstjórnarfundi veittist Matthías Sævar Lýðsson harkalega að oddvita og meirihluta sveitarstjórnar.  Lagði hann fram bókun í nafni A lista og síðan aðra bókun í eigin nafni.  Umræðu og bókanir um þennan lið í dagskránni má lesa í fundargerð fundarins, sem nú er á heimasíðu sveitarfélagsins: http://www.strandabyggd.is/stjornsysla/sveitastjorn/Sveitarstjornarfundur_nr_1360_9_april_2024/

...
Meira

Starfsmannabreytingar á skrifstofu Strandabyggðar

Salbjörg Engilbertsdóttir | 09. apríl 2024

 

Heiðrún Harðardóttir hefur verið ráðin á skrifstofu Strandabyggðar og hefur störf núna í byrjun maí. Á hennar verksviði verður afgreiðsla erinda, innheimta, móttaka innsendra reikninga og bókhald ásamt verkefnastjórn í ýmsum verkefnum sem snúa að opinberri stjórnsýslu og ferðamálum.

 

Heiðrún er með BA gráðu í ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum og diplómu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Við bjóðum Heiðrúnu velkomna til starfa.

Vikan að baki

Þorgeir Pálsson | 08. apríl 2024

Kæru íbúar Strandabyggðar,


 


Nokkrar línur um sum þeirra mála sem hafa verið í umræðunni að undanförnu.  


 


Sértækur byggðakvóti


Eitt stærsta mál síðari tíma í atvinnulífi Strandabyggðar held ég að verði að teljast úthlutun Byggðastofnunar á 500 tonna sértækum byggðakvóta til sveitarfélagsins.  Öllum eru að ég held ljóst, hversu mikið tækifæri þetta er fyrir sveitarfélagið, hvað atvinnu- og verðmætasköpun varðar.  Og það var því viðbúið að málið yrði mikið rætt í samfélaginu og jafnvel umdeilt, enda skiptar skoðanir á því hvernig hagsmununir sveitarfélagsins yrðu best tryggðir.  Rétt er að minna á að þessum kvóta er ætla að efla fiskvinnslu á Hólmavík og skapa störf og verðmæti í Strandabyggð.  Kvótinn er eyrnamerktur Strandabyggð og hefur það verið ítrekað af Byggðastofnun.


 


Nú liggur niðurstaðan fyrir.  Vissa úrgerð ehf og samstarfsaðilar urðu fyrir valinu.  Þá þurfum við að leggja mismunandi skoðanir okkar til hliðar og styðja við þann hóp, sem nú tekur við þeirri ábyrgð sem Byggðastofnun útdeilir með þessum kvóta og við verðum að hvetja þau áfram og vona að þeim gangi vel að skapa öll þau störf sem um ræðir, en samkvæmt gögnum Byggðastofnunar mun vinnslan skapa 13 störf.  Einnig er mikilvægt að verkefnið skapi þau verðmæti sem þessi kvóti felur í sér fyrir sveitarfélagið.  Um það snýst jú málið, að efla sveitarfélagið.


 

...
Meira

Sveitarstjórnarfundur nr. 1360 hjá sveitarstjórn Strandabyggðar

Salbjörg Engilbertsdóttir | 05. apríl 2024

Fundur nr. 1360 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 9. apríl kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3, Hólmavík.

 

  1. Innviðaráðuneytið 21.mars 2024, IRN24030139 ábending um meinta ólögmæta stjórnsýslu við boðun sveitarstjórnarfundar 21.mars 2024 ásamt greinargerð Strandabyggðar og svari Innviðaráðuneytis frá 5. apríl 2024
  2. Áskorun til Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis v. samgönguáætlunar
  3. Sýslumaðurinn á Suðurlandi 2. Apríl 2024, beiðni um umsögn um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað frá Galdri brugghúsi
  4. Húsnæðisáætlun Strandabyggðar
  5. Svæðisskipulag Vestfjarða 2025-2050, Skipulags- og matslýsing
  6. Forsætisráðuneytið,kynning á dagskrá í tilefni 80 ára afmæli lýðveldisins 2024 erindi frá 7. mars 2024
  7. Tómstunda, íþrótta- og menningarnefnd, fundargerð nr. 81 frá 8. apríl 2024
  8.  Vinnuskýrsla sveitarstjóra í mars
  9. Aðalfundarboð Fiskmarkaðs Hólmavíkur 10. apríl 2024 ásamt fundargerð stjórnar frá 23.mars 2024
  10. Boð á Fjórðungsþing 10. apríl 2024 ásamt ársreikningi Fjórðungssambands Vestfjarða 2023
  11. Náttúrustofa Vestfjarða fundargerðir nr. 146 frá 16. Febrúar 2024 og nr. 147 frá 18. mars 2024 ásamt ársreikningi 2023
  12. Byggðasamlag Vestfjarða, stjórnarfundur 18. mars 2024
  13. Samband sveitarfélaga, fundargerðir nr. 945 frá 28. Febrúar og 946 frá 15. Mars 2024

 

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

 

Þorgeir Pálsson

Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir

Jón Sigmundsson

Matthías Sævar Lýðsson

Hlíf Hrólfsdóttir

 

Strandabyggð 5. apríl

Þorgeir Pálsson oddviti

Sumarstörf hjá Strandabyggð - Framlengdur umsóknarfrestur

Bára Örk Melsted | 02. apríl 2024

Strandabyggð auglýsir eftir umsækjendum fyrir afleysingar- og sumarstörf, athugið að sum störfin gætu hafist fljótlega. Framlengdur umsóknarfrestur er til 14. apríl 2024. 

Íþróttamiðstöð, tjaldsvæði, vinnuskóli 
-Íþróttamiðstöð og tjaldsvæði. Sumarstarfsmenn í sundlaug og tjaldsvæði. Starfsmenn þurfa að ná kröfum sundlaugarvarða og hafa náð 18 ára aldri. Nánari upplýsingar um starfið hér
-Vinnuskóli og umhverfisfegrun – Umsjón með vinnuskóla, stærsti hluti starfs í júní, nánari upplýsingar hér

Eignasvið, áhaldahús og Sorpsamlag
-Áhaldahús. Um er að ræða almenn verkamannastörf í Áhaldahúsi við slátt og viðhald eigna. Nánari upplýsingar hér
-Sorpsamlag. Um er að ræða vinnu á sorpbíl og gámabíl meiraprófs krafist ásamt lyftararéttindum (vinnuvélaréttindi)


Velferðarþjónusta
-Umsjón starfsmanna í atvinnu með stuðningi. Um er að ræða 1 stöðugildi hjá Félagsþjónustu frá byrjun júní fram í miðjan ágúst. 
-Liðveisla barna, hlutastarf í félagsþjónustu
Frekari upplýsingar veitir Soffía Guðrún Guðmundsdóttir Félagsmálastjóri felagsmalastjori@strandabyggd.is


Fræðslustofnanir
-Leikskóli. Um er að ræða afleysingarstörf á leikskóla. Leikskóli er lokaður vegna sumarleyfa 27.júní-6. ágúst



Umsóknarfrestur er til miðnættis 1. apríl 2024 og sótt er um (apply here) hér í gegnum microsoft forms eða á eyðublöðum sem finna má hér til að senda í tölvupósti (strandabyggd@strandabyggd.is) eða skila inn á skrifstofuna hjá okkur. 


English version

Strandabyggð Municipality, announces the following openings for summer jobs: 

Sports-center, camping site and work school 
• We seek summer assistance at the sport-center and camping site. All applicants must be 18 of age and have passed the Swimming pool guards tests
• Manager of work school summer projects and environmental projects. Will mostly take place in June.


Municipality Property Center
- Strandabyggð is offering a position as a general worker at the Municipality Property Center
- Tasks will include, but are not limited to; general work, gardening, property repair, catch registration at the harbor (special licenses required) and garbage and waist collection, sorting and packing (extended driving licenses and others required).


Social services
- Management of staff in the program work with assistance. One position is available from june to mid August. 
- Part time assistance for children with special needs 
For more information contact Soffía Guðrún Guðmundsdóttir, head of social servicesfelagsmalastjori@strandabyggd.is 


Educational Institutions
- Kindergarten: Temporary position from May – August. The kindergarten is closed from June 27th to August 6st

 

Extended deadline for applications is until 14. April 2024 here trough microsoft forms or by filling out form here and submitting by email (strandabyggd@strandabyggd.is) or at our offices



Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón