A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd - 10. september 2012

Fundur var haldinn í Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd Strandabyggðar, mánudaginn 10. september 2012, í Hnyðju. Hófst fundurinn kl. 16:10. Mættir voru Jón Jónsson formaður sem jafnframt ritaði fundargerð, Árný Huld Haraldsdóttir, Matthías Lýðsson, Rúna Stína Ásgrímsdóttir og Jón Vilhjálmur Sigurðsson. Einnig sat fundinn Sigurður Marinó Þorvaldsson hafnarvörður. Þá var gengið til dagskrár.


1. Athugasemdir við fjallskilaseðil
Ein athugasemd hefur borist við samþykktan fjallskilaseðil 2012, frá Jóni Stefánssyni á Broddanesi sem bendir á aukna smithættu við að skilaréttir séu haldnar í fjárhúsum og biðst undan því að réttað verði í fjárhúsum hjá honum. Nefndin samþykkir að Broddanesrétt falli niður að þessu sinni og send verði út leiðrétting á fjallskilaseðli þar um, en bændum í Kollafirði og Bitru bent á Kirkjubólsrétt. Ákveðið er að gera könnun á viðhorfum bænda í Kollafirði og Bitru um hvaða fyrirkomulag þeir vilja hafa á réttum í framtíðinni, eftir haustannir í haust og áður en gengið er frá fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2013.


2. Staða hafnarframkvæmda og olíuafgreiðsla á smábátabryggju
Framkvæmdir við hafskipabryggju eru langt komnar. Ætlunin er að setja niður innsiglingabauju utan við höfnina á næstu dögum, en það verkefni var á dagskrá 2012 samkvæmt samgönguáætlun. Rætt um möguleika á að setja öldubrjót við endann á smábátabryggju. Fyrirhugaðar eru framkvæmdir við sjóvörn við Rifshaus árið 2014. Rætt um fyrirkomlag við olíuafgreiðslu, sem er ekki nógu hentugt eins og staðan er nú, og nefndin felur hafnarstjóra og hafnarverði að vinna áfram að úrbótum í samvinnu við olíufélög.


3. Önnur mál

a) Rætt um vinnu við gerð atvinnustefnu fyrir sveitarfélög á Ströndum og Reykhólahrepp og formanni falið að leita upplýsinga um stöðu mála við verkefnavinnuna og fylgja málinu eftir.


Engin önnur mál voru á dagskrá.


Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:00.

Jón Jónsson
Árný Huld Haraldsdóttir
Matthías Lýðsson
Jón Vilhjálmur Sigurðsson
Rúna Stína Ásgrímsdóttir

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón