A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fræðslunefnd - 18. nóvember 2010

Fundur haldinn hjá fræðslunefnd fimmtudaginn 18. nóvember og hófst hann kl. 16.30 á skrifstofu Strandabyggðar. Mætt voru Steinunn Þorsteinsdóttir formaður, Snorri Jónsson varaformaður, Jón Jónsson, Ingibjörg Benediktsdóttir varamaður og Salbjörg Engilbertsdóttir sem ritar fundargerð.

 

Málefni fundarins: 

1. Erindisbréf skólanefndar. Erindisbréfið er í raun úrelt og er Jóni falið í samvinnu við fræðslunefnd að uppfæra það og leggja það fram á næsta fræðslunefndarfundi.

2. Starfsmannakönnun sem gerð var í grunnskólanum í september s.l. lögð fram til kynningar. Samþykkt að kynna hana fyrir starfsmönnum og stjórnendum grunnskólans.

3. Staðardagskrá 21. Nauðsynlegt er að uppfæra Staðardagskrána í samræmi við stöðuna í dag. Steinunn mun fara í það og leita til aðila sem þekkja málið betur og leggja hana endurbætta fyrir næsta fræðslunefndarfund.

4. Önnur mál.

a. Trúnaðarmál. Fært í trúnaðarbók.
b. Engin önnur mál.

  

Málefni leikskóla

Boðaðar kl. 17.15: Hlíf Hrólfsdóttir deildarstjóri og fulltrúi starfsmanna, Kolbrún Þorsteinsdóttir deildarstjóri og Sigurrós Þórðardóttir fulltrúi foreldra


5. Starfsmannamál.

Fram kom að Friðrik Smári Mánason hefur verið ráðinn á leikskólann. Einnig kom fram að auglýst var eftir matráð og rennur umsóknarfrestur út á hádegi þann 19. nóvember. Ekki hefur enn fengist neinn leikskólastjóri þrátt fyrir auglýsingar. Deildarstjórar í samvinnu við sveitarstjóra sinna daglegum rekstri. Fræðslunefnd beinir því til sveitarstjórnar að mikilvægt sé að leita varanlegrar lausnar hið fyrsta.

6. Önnur mál.

a. Biðlisti er á vistun, tvö börn á biðlista eftir heils dags vistun og fimm börn á biðlista eftir lengingu.
b. Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju sinni yfir jákvæðu viðmóti og umburðarlyndi starfsmanna á leikskólanum varðandi óvissu um mönnun á leikskólastjórastöðu.

 

Málefnum leikskóla var lokið kl. 17:40.  Fulltrúar leikskóla véku af fundi.

 

Málefni grunnskóla: 

Boðuð kl. 17.30; Bjarni Ómar Haraldsson skólastjóri og Hildur Guðjónsdóttir aðstoðarskólastjóri, Lára Guðrún Agnarsdóttir fulltrúi kennara, Stefán Jónsson fulltrúi tónskóla og Kristinn Schram fulltrúi foreldra mættu á fundinn kl. 17. 40. 

 
7. Afstaða fræðslunefndar til forfallakennslu og afleysinga.

Fram kom að allmikið er um fjarveru kennara vegna náms og annara anna. Fræðslunefnd beinir því til sveitarstjórnar að heimila stjórnendum að leitast til að manna forföll, þar sem því er komið við, eða leita annara leiða til að leysa forföll innanhúss.

8. Afleysingar vegna fæðingarorlofs sérkennara og stuðningsfulltrúa á árinu 2011.

Ljóst er að sérkennari og stuðningsfulltrúi í 1. bekk munu fara í fæðingarorlof eftir áramót. Skólastjórar og fræðslunefnd vilja beina því til sveitarstjórnar að auglýsa eftir sérkennara og stuðningsfulltrúa til afleysinga í fæðingarorlofi.

9. Staðan á undirbúningi fyrir 100 ára afmæli skólahalds á Hólmavík.

Nokkrar hugmyndir eru komnar fram sem voru ræddar í fræðslunefnd og verða kynntar síðar. Skólastjórnendur munu funda með nefndinni um samstarf.

10. Kynning á sjálfsmatsáætlun 2010 - 2011 og 2012 - 2015.

Lagt fram til kynningar. Skólastjórnendur vilja bjóða fræðslunefnd og sveitarstjórn til fundar þar sem áætlunin verður kynnt frekar.

11. Önnur mál.

a. Skólastjórnendur munu á næstunni bjóða foreldrum í morgunkaffi í skólanum til skrafs og ráðagerða og almennt spjall um skólastarfið.
b. Bjarni minnir á húsnæðisþörf skólans. Mögulegt eru þó einhverjar tilfærslur innanhúss til að bæta úr því t.d að nýta geymsluloft yfir smíðastofu. Eins er komin veruleg þörf á endurbætur á húsnæðinu og húsmunum.
c. Ánægjukönnun sem gerð var meðal starfsmanna grunnskólans kynnt fyrir fulltrúum skólans.

  

Fundargerðin lesin upp og samþykkt.  Fleira ekki fyrir tekið og fundi slitið kl. 19.10        

 

Steinunn Þorsteinsdóttir (sign)                                                Salbjörg Engilbertsdóttir (sign)

Jón Jónsson (sign)                                                                         Ingibjörg Benediktsdóttir (sign)              

Snorri Jónsson (sign)                                                                    Stefán Jónsson (sign)

Lára Guðrún Agnarsdóttir (sign)                                              Bjarni Ómar Haraldsson (sign)

Hildur Guðjónsdóttir (sign)                                                        Kolbrún Þorsteinsdóttir

Hlíf Hrólfsdóttir                                                                               Sigurrós Þórðardóttir 

ATH: Fundargerðin var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar 30. nóvember 2010.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón