A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggðar - 16. nóvember 2010

Fundur nr. 1171 var haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þann 16. nóvember 2010 kl. 17:00.  Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hafnarbraut 19 á Hólmavík og hófst kl. 17:00. Fundarstjórn var í höndum Jóns Gísla Jónssonar oddvita sem setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Á fundinum voru Jón Jónsson, Ásta Þórisdóttir, Bryndís Sveinsdóttir og Katla Kjartansdóttir. Einnig sat fundinn Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.  Dagskrá fundarins var í 6 liðum:

 

1. Skýrsla sveitarstjóra

2. Skipun fulltrúa í sameiginlega félagsmálanefnd Árneshrepps, Kaldrananeshrepps, Strandabyggðar og Reykhólahrepps.

3. Fulltrúar Strandabyggðar í starfshópi um svæðisskipulag Vestfjarða, erindi frá Fjórðungssambandi Vestfjarða, 28. okt. 2010.

4. Fundargerð Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar, dags. 9. nóv 2010

5. Fundargerð Atvinnu-og hafnarnefndar, dags. 15. nóv. 2010

6. Fundargerð Félagsmálanefndar, dags. 12. nóv. 2010

 

Þá var gengið til dagskrár

 

1. Skýrsla sveitarstjóra.


Í skýrslu sveitarstjóra kemur fram að fyrir liggur að ganga frá starfslýsingum, starfshlutfalli og auglýsingum vegna starfa tómstundafulltrúa í Strandabyggð og félagsmálastjóra Árneshrepps, Kaldrananeshrepps, Strandabyggðar og Reykhólahrepps. Sveitarstjórn felur oddvitum ásamt sveitarstjóra að klára starfslýsingar og auglýsa störfin fyrir næsta sveitarstjórnarfund.

 

Á heimasíðu Strandabyggðar er nú óskað eftir hugmyndum íbúa um hvar megi hagræða í rekstri Strandabyggðar. Sveitarstjórn leggur til að haldinn verði opinn íbúafundur í Félagsheimilinu á Hólmavík þriðjudaginn 23. nóvember 2010 kl. 20:00 þar sem öllum gefst kostur á að koma tillögum sínum á framfæri.

 

Framundan eru fundir á Hólmavík og Ísafirði fyrir sveitarstjórnarfólk varðandi lagalegt umhverfi, fjármál, breytingar á úthlutunum jöfnunarsjóðs ofl.

 

Vonast er til að skólabíllinn komi úr viðgerð innan tveggja vikna eftir að hafa oltið á hliðina þann 1. nóvember s.l. Mikil mildi var að ekki fór ver.

 

Óskað hefur verið eftir að fá neðstu hæð Þróunarsetursins til afnota fyrir jólamarkað Strandakúnstar. Er það samþykkt samhljóða. 


2. Skipun fulltrúa í sameiginlega félagsmálanefnd.


Sveitarstjórn Strandabyggðar skipar Hrafnhildi Guðbjörnsdóttur og Rósmund Númason sem aðalmenn í sameiginlega félagsmálanefnd. Varamenn eru skipaðir Bryndís Sveinsdóttir og Arnar Jónsson.


3. Fulltrúar Strandabyggðar í starfshópi um svæðisskipulag Vestfjarða.

Sveitarstjórn skipar Ástu Þórisdóttur og Hafdísi Sturlaugsdóttur sem aðalmenn og Matthías Lýðsson og Valgeir Örn Kristjánsson sem varamenn.

 

4. Fundargerð Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar, dags. 9. nóv 2010.


Vegna liðar 5 tekur sveitarstjórn fram að sækja þarf um starfsleyfi til Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða en ekki til sveitarstjórnar.  Sveitarstjórn veitir  jákvæða umsögn um þessa starfsemi að Hafnarbraut 22 að því tilskyldu að öllum reglum og leyfum sé fullnægt, þ.m.t. varðandi brunavarnir. Sveitarstjórn vill einnig taka fram að í drögum að aðalskipulagi Strandabyggðar 2010-2022 er gert ráð fyrir að húsið að Hafnarbraut 22 verði fjarlægt. Varðandi lið 6 þá óskar sveitarstjórn eftir umsögn Fasteigna ríkisins áður en ákvörðun er tekin. Að öðru leyti er fundargerðin samþykkt. 

 

5. Fundargerð Atvinnu-og hafnarnefndar, dags. 15. nóv. 2010.


Sveitarstjórn vill vegna liðar 2 greina frá því að sveitarstjóri hefur fundað með sýslumanni vegna fækkunar starfa hjá embættinu í Strandasýslu og sveitarstjórn sent bréf til Ögmundar Jónasonar, dóms- og mannréttindaráðherra í kjölfarið þar sem óskað er eftir fundi með ráðherra. Sveitarstjóri og varaoddviti hafa einnig fundað með fyrrverandi framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélagsins og sent bréf til stjórnar þar sem hvatt er til að staðið verði vörð um stöðu verkefnisstjóra á Hólmavík og að sú staða verði mönnuð í væntanlegu fæðingarorlofi starfsmanns.  Fundargerðin er samþykkt samhljóða.

 

6. Fundargerð Félagsmálanefndar, dags. 12. nóv. 2010

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.  Fundi slitið kl. 18:52.

 

Jón Gísli Jónsson (sign)

Jón Jónsson (sign)

Ásta Þórisdóttir (sign)

Bryndís Sveinsdóttir (sign)

Katla Kjartansdóttir (sign)

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón