A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Félagsstarf aldraða

« 1 af 3 »
Góð aðstaða er fyrir félagsstarf aldraðra í Félagsheimilinu á Hólmavík. Þangað geta allir íbúar í Strandabyggð sem eru 60 ára og eldri mætt, unnið í handverki, drukkið kaffi og spjallað um daginn og veginn. Einnig er smíðastofa í Grunnskólanum á Hólmavík nýtt undir félagsstarf og smíðar. Félagsstarfið er í gangi yfir veturinn en fer í frí yfir sumartímann. 


Opnunartími félagsstarfs yfir veturinn:
  • Aðstaða í félagsheimili -þriðjudaga kl. 14:00-17:00 - Í félagsheimilinu er unnið fínlegra handverk eins og málun á postulín og keramik, gerðar þrívíddar myndir, prjónað, heklað o.fl. Umsjón er í höndum Ingibjargar Sigurðardóttur og Hjördísar Hjörleifsdóttur.
  • Smíðastofa í grunnskólanum - þriðjudaga kl. 14:00-17:00 - Í grunnskólanum er unnið við útskurð og trévinnu. Umsjón er í höndum Berglindar Maríusdóttur.
Allir 60 ára og eldri íbúar í Strandabyggð eru hjartanlega velkomnir. Tómstundir er mikill og stór þáttur í okkar daglega lífi. Einstaklingnum er bæði hollt og gott að hafa eitthvað fyrir stafni og ekki síst fyrir þá sem eru komnir á aldur og eru hættir að vinna. Æskuárin einkennast af einhverskonar leik og starfi sem síðar þróast svo út í að vera félagsstörf eða tómstundir á fullorðinsárum. Félagsstarf er kjörinn vettvangur til að prufa allskonar tómstundir og prufa sig áfram í þá átt sem hverjum og einum hentar. Það er öllum nauðsynlegt að eiga sér einhverja afþreyingu og rannsóknir hafa sýnt það og þá sérstaklega meðal eldra fólks að ef stunduð eru tómstunda og/eða félagsstörf þá eykur það andlega og líkamlega vellíðan.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón