A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Íbúafundur vegna Sterkra Stranda, í dag, 20.febrúar!

20. febrúar 2025 | Þorgeir Pálsson
Í dag kl 18:00, verður haldinn lokaíbúafundur vegna Sterkra Stranda í félagsheimilinu á Hólmavík.  Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
  1. Inngangsorð Byggðastofnunar (5 mínútur)
  2. Yfirferð verkefnisstjóra (25 mínútur)
  3. íbúakönnun kynnt (20 mínútur)
  4. Kynning á framhaldi verkefnisins frá Strandabyggð (10 mínútur)
  5. Matarhlé (20 mínútur)
  6. Kynning verkefna:
    1. Finefood Islandica
    2. Galdur brugghús
    3. Fótaaðgerðarstofan Tíu tásur
  7. Hópavinna undir stjórn Strandabyggðar (30 mínútur)
  8. Kynning niðurstaðna (10 mínútur)
  9. Lokaorð Byggðastofnunar (5 mínútur)

Fundarlok áætluð 20:40.  Fundarstjóri er Aðalsteinn Óskarsson, sviðsstjóri byggðamála, hjá Vestfjarðastofu.

Við hverjum ykkur til að mæta og taka þátt í skapandi umræðu um þetta mikilvæga verkefni.

Áfram Strandabyggð!




Munið - kynning á Aðalskipulagi Strandabyggðar

18. febrúar 2025 | Þorgeir Pálsson
Munið!

19. febrúar er opinn kynningarfundur í Félagsheimilinu þar sem fram fer kynning nýju Aðalskipulagi Strandabyggðar 2021-2033.  Fulltrúar frá Landmótun verða á fundinum og kynna aðalskipulagið og einnig verða þar fulltrúar frá Fasteignaumsýslunni og kynna áform um byggingu hótels á Hólmavík.  Fundurinn hefst kl 17.30.

Áfram Strandabyggð!

Opnir fundir í Strandabyggð

14. febrúar 2025 | Þorgeir Pálsson
Mynd: Jón Halldórsson
Mynd: Jón Halldórsson

Kæru íbúar Strandabyggðar,

Það eru tveir opnir fundir framundan í Strandabyggð. 

Miðvikudaginn 19. febrúar er opinn kynningarfundur í Félagsheimilinu þar sem fram fer kynning nýju Aðalskipulagi Strandabyggðar 2021-2033.  Fulltrúar frá Landmótun verða á fundinum og kynna aðalskipulagið og einnig verða þar fulltrúar frá Fasteignaumsýslunni og kynna áform um byggingu hótels á Hólmavík.  Við hvetjum íbúa til að fjölmenna og kynna sér þær áherslur sem nýtt aðalskipulag felur í sér og þá uppbyggingu sem er framundan á Hólmavík.  Fundurinn hefst kl 17.30.

Fimmtudaginn 20. febrúar er síðan lokaíbúafundur Sterkra Stranda sem einnig er haldinn í Félagsheimilinu. Þar verður sagt frá íbúakönnun sem staðið hefur yfir að undanförnu,  farið yfir stöðu einstakra verkefna og unnið í hópavinnu varðandi ávinning verkefnisins.  Fundarstjóri verður Aðalsteinn Óskarsson, sviðsstjóri byggðamála, hjá Vestfjarðastofu. Boðið verður upp á súpu, brauð og kaffi á fundinum. Fundurinn hefst kl 18.00.

Það er mikið að gerast í Strandabyggð þessa dagana og við hvetjum íbúa til að taka virkan þátt í umræðunni. 

Áfram Strandabyggð!

Sveitarstjórnarfundur 1373 í Strandabyggð

07. febrúar 2025 | Heiðrún Harðardóttir

Sveitarstjórnarfundur 1373 í Strandabyggð
Fundur nr. 1373 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 11. febrúar kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3, Hólmavík.

Fundardagskrá er svohljóðandi:
1. Matvælaráðuneytið, úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2024-2025
2. Samþykkt um stjórn og fundarsköp Strandabyggðar, fyrri umræða
3. Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Strandabyggð, fyrri umræða
4. Vestfjarðastofa, skipan varamanns í Úrgangsráð
5. Kaldrananeshreppur, samningur vegna sérþjónustu
6. Samskiptasáttmáli sveitarstjórnar Strandabyggðar
7. Breyting T-lista nefndarmanna í US-nefnd, til afgreiðslu
8. Svör oddvita við spurningum A lista frá sveitarstjórnarfundi 1372
9. Erindi Jóns Jónssonar frá 4.12.24, minnisblað frá Birni Jóhannessyni lögmanni, 10.1.25
10. Erindi til sveitarstjórnar, Slysavarnahúsið, 27.1.25
11. Erindi til sveitarstjórnar frá Ólafi Númasyni, 17.12.24
12. Erindi til sveitarstjórnar, Kirkjugarðaráð, 29.1.24
13. Vestfjarðastofa, Græn skref-vegferðin hefst
14. Fundargerð stjórnar Sorpsamlags Strandasýslu ehf, 4.2.25
15. Lántaka Sorpsamlags Strandasýslu ehf
16. Fundargerð FRÆ nefndar, 6.2.25
17. Ný skólastefna Strandabyggðar, til afgreiðslu
18. Fundargerð TÍM nefndar, 27.1.25
19. Vinnuskýrsla sveitarstjóra
20. Forstöðumannaskýrslur
21. Brák íbúðafélag, fundargerð ársfundar, 15.1.25
22. Svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða, fundargerð 12. Fundar, 20.1.25
23. Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerðir 960., 961. og 962. fundar stjórnar, 13.12.24, 17.1.25 og 22.1.25
24. Hafnasamband Íslands, fundargerðir 468. og 469. fundar stjórnar, 24.1.25
25. Vestfjarðastofa, fundargerð 66. fundar stjórnar og stjórnarfundar Fjórðungssambands Vestfirðinga, 29.1.25


Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:
Þorgeir Pálsson
Grettir Örn Ásmundsson
Júlíana Ágústsdóttir
Matthías Sævar Lýðsson
Hlíf Hrólfsdóttir

Strandabyggð 7. febrúar
Þorgeir Pálsson oddviti

Álagning fasteignagjalda 2025

07. febrúar 2025 | Salbjörg Engilbertsdóttir


Álagning fasteignagjalda byggir á gildandi fasteignamati allra fasteigna eins og það er í janúar ár hvert. Álagning fasteignagjalda fer fram á vegum skrifstofu Strandabyggðar sem einnig hefur umsjón með leiðréttingum, reikningagerð og innheimtu.


Álagningarseðill fasteignagjalda er birtur á www.island.is á kennitölu eiganda. Greiðslukröfur verða birtar í heimabönkum líkt og undanfarin ár. Gjalddagar eru 10 talsins og er fyrsti gjalddaginn 1. febrúar en sá síðasti þann 1. nóvember. Ef heildargjöld greiðanda eru undir kr. 40.000, er einungis 1 gjalddagi 1. apríl. Á hverjum greiðsluseðli verður greiðsla á aðeins einum gjalddaga og eldri seðlar halda gildi sínu. Hafi gjöld ekki verið greidd á eindaga, greiðast dráttarvextir frá gjalddaga. Ekki eru sendar út kröfur vegna innheimtu undir 1000 kr. Fasteignaeigendur með gjöld undir þeim upphæðum eru beðin um að millifæra á bankareikning Strandabyggðar 1161-26-1 og senda bankakvittun á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is.


Sveitarstjórn ákvað í gerð fjárhagsáætlunar ársins 2025 að hækka álagningarprósentu fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði í hámarksálagningu sem er 0,625%  á fasteignaskatti A og 1,65% í fasteignaskatti C. Álagningarprósenta opinbers húsnæðis er óbreytt eða 1,32%. Um hámarksálagningu er að ræða í öllum flokkum.

Álagningarprósenta á vatnsgjaldi, holræsagjaldi og lóðaleigu er óbreytt.


Elli- og örorkulífeyrisþegar, með lögheimili og búsetu í Strandabyggð, njóta afsláttar af fasteignaskatti sem á íbúðarhúsnæði og í eigu viðkomandi enda hafi hann þar búsetu og hafi ekki af því leigutekjur.

Afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega getur þó numið að hámarki 84.050 kr. árið 2025. Afslátturinn er tekjutengdur. Þessar fjárhæðir miðast við árstekjur (heildartekjur) skv. skattframtali næstliðins árs og gilda fyrir lækkun fasteignaskatts á álagningarári.


Innheimta gjalda vegna sorphirðu mun breytast á árinu og verður sú útfærsla kynnt á næstunni. Ný gjaldskrá verður birt um leið og Samþykkt um úrgangsmál í Strandabyggð hefur hlotið samþykki ráðuneytis. Þar til verður innheimt fastagjald á allar fasteignir. Ljóst er að við munum gera breytingar samkvæmt lögum nr. 55/2003 og reglulgerð nr. 803/2023 um meðhöndlun úrgangs, þ.e. að söfnun muni eiga sér stað við heimili en ekki á botnlangastöð, vegna athugasemda ráðuneytis. Við heimili verður söfnun á 4 flokkum þ.e. plastumbúðum, pappaumbúðum, lífúrgangi og almennum heimilisúrgangi. Söfnunarstöð Sorpsamlags Strandasýslu á Skeiði mun taka á móti flokkuðum úrgangi á opnunartíma. Rekstraraðilar skulu sjálfir sjá um að koma úrgangi sem fellur til við reksturinn í viðeigandi meðhöndlun eða gera samning við þjónustuaðila.


Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu sveitarfélagsins, í síma 451-3510 eða á netfanginu strandabyggd@strandabyggd.is




Opinn kynningarfundur um tillögu að nýju Aðalskipulagi Strandabyggðar 2021-2033 (og tengdar deiliskipulagsáætlanir)

05. febrúar 2025 | Heiðrún Harðardóttir

Sveitarstjórn Strandabyggðar auglýsir hér með opið hús í félagsheimilinu, miðvikudaginn 19. febrúar n.k. kl 17.30-19:00, þar sem íbúar geta kynnt sér tillögu að heildarendurskoðun á aðalskipulagi, sem nú er til auglýsingar skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga með athugasemdarfresti til 28. febrúar 2025.

 

Í tillögu að aðalskipulagi Strandabyggðar 2021-2033 er sett fram stefna sveitarstjórnar um landnotkun, byggðaþróun, samgöngur og þjónustukerfi í sveitarfélaginu í heild sinni ásamt stefnu um atvinnu- og umhverfismál.

 

Aðalskipulagið skal haft til grundvallar við gerð annarra áætlana er snerta ráðstöfun lands og umhverfismál í sveitarfélaginu og aðrar skipulagsáætlanir.

 

Á fundinum munu fulltrúar Landmótunar kynna Aðalskipulagið og fulltrúar frá Fasteignaumsýslunni munu kynna áform um hótelbyggingu á Hólmavík.  Að kynningum loknum mun gestum gefast kostur á að skoða teikningar og önnur gögn og ræða við fulltrúa sveitarfélagsins, Landmótunar og Fasteignaumsýslunnar.

 

Við hvetjum íbúa til að mæta og kynna sér nýtt skipulag og þau jákvæðu áhrif sem það mun hafa á samfélagið.

Hér má finna tengingu inn á Skipulagsgáttina til að lesa nánar um aðalskipulagstillöguna: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/675

Hér má finna tengingu við gögn varðandi tillögu að deildiskipulagi Kvíslatunguvirkjunar, mál nr. 1134/2024 í Skipulagsgátt: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1134  

Hér má finna tengingu við gögn varðandi tillögu að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í Brandskjóli, mál nr. 97/2025 í Skipulagsgátt: 
https://skipulagsgatt.is/issues/2025/97

Hér má finna tengingu við gögn varðandi tillögu að deiliskipulagi Jakobínutúns, mál nr. 95/2025 í Skipulagsgátt: https://skipulagsgatt.is/issues/2025/95  
 

Fleiri fréttir

Strandir.is - fréttir

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón