A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Skrifstofa Strandabyggđar - sumarlokun

14. júlí 2016 | Andrea Kristín Jónsdóttir
Skrifstofa Strandabyggðar að Höfðagötu 3 á Hólmavík verður lokuð dagana 21. júlí - 2. ágúst 2016 vegna sumarfría starfsmanna. Skrifstofan verður aftur opin þann 3. ágúst.

Lokun skrifstofu hefur ekki áhrif á aðra starfsemi á vegum sveitarfélagsins s.s. Áhaldahúss eða Íþróttamiðstöðvar, sjá hér að neðan:...
Meira

Laust starf viđ Grunnskólann á Hólmavík

29. júlí 2016 | Hrafnhildur
Grunnskólinn á Hólmavík auglýsir starf laust til umsóknar fyrir skólaárið 2016-2017
  • Staða íþróttakennara. Um er að ræða kennslu og þjálfun í samstarfi skólans og íþróttahreyfingarinnar á svæðinu. Meðal kennslugreina eru skólaíþróttir, sund, skólahreysti og þjálfun íþróttagreina.

 Umsækjendur þurfa að hafa réttindi til kennslu í grunnskóla. Leitað er eftir einstaklingum með góða skipulagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af teymisvinnu, samkennslu og áhugi á þróunarstarfi eru mikilvægir eiginleikar. Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands

Umsóknarfrestur er til 9. ágúst 2016.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, skólastjóri, sími 451 3430, netfang skolastjori@strandabyggd.is

 

Umsóknir með starfsferilsskrá og afriti prófskírteina ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist á skolastjori@strandabyggd.is eða Grunnskólinn á Hólmavík, Skólabraut 20-22, 510 Hólmavík

 

 

Náttúrubarnaskólinn á Ströndum - dagskráin í júlí

13. júlí 2016 | Andrea Kristín Jónsdóttir
Náttúrubarnaskólinn stendur fyrir margvíslegum skemmtilegum viðburðum á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum í sumar. Námskeiðum fyrir náttúrubörn á öllum aldri, kvöldgöngum, fuglafjöri, spurningakeppnum, sagnaskemmtunum og mörgu fleira. Á svæðinu í kringum Sævang er fuglalífið ótrúlega fjölbreytt og fuglarnir orðnir vanir mannaferðum. Hægt er að klappa æðarkollunni Kollfríði þar sem hún liggur á hreiðri sínu. Teistur verpa í manngerða kassa þar sem hægt er að fylgjast með teistum og ungunum þegar þeir koma úr eggjunum, en þeir halda til í kössunum í mánuð....
Meira

Laust starf í Kaupfélagi Steingrímsfjarđar Norđurfirđi

11. júlí 2016 | Salbjörg Engilbertsdóttir

Laust er til umsóknar starf verslunarstjóra í Norðurfirði frá og með ágústmánuði.

Laus störf í Skólaskjóli og félagsmiđstöđinni Ozon

06. júlí 2016 | Íris Ósk Ingadóttir

Tómstundafulltrúi Strandabyggðar auglýsir eftir starfsfólki í Skólaskjól og félagsmiðstöðina Ozon.

Skólaskjól - Um er að ræða tvö störf alla virka daga frá 13:30 til 16:30 eða jafnvel einhverja daga í viku. Starfsfólk þarf að geta hafið störf 15. ágúst. Í Skólaskjóli er í boði þjónusta fyrir börn 6 til 9 ára eftir skólatíma þar sem fjölbreytt tómstundastarf verður í boði.

Félagsmiðstöðin Ozon - Um er að ræða tvö störf öll þriðjudagskvöld frá 16:30 til 22:30. Starfsfólk þarf að geta hafið störf 16. ágúst. Félagsmiðstöðin Ozon býður upp á fjölbreytt tómstundastarf fyrir börn 10 til 16 ára.

Umsóknarfrestur er til 1. ágúst. Nánari upplýsingar gefur Íris Ósk Ingadóttir, tómstundafulltrúi Strandabyggðar í síma 846-0281 eða netfang tomstundafulltrui@strandabyggd.is.

Starf skrifstofumanns á Hólmavík – Sýslumađurinn á Vestfjörđum

29. júní 2016 | Andrea Kristín Jónsdóttir

Laus er til umsóknar staða skrifstofumanns í útibúi Sýslumannsins á Vestfjörðum á Hólmavík. Um er að ræða 50% starfshlutfall eftir hádegi.


Óskað er eftir jákvæðum einstaklingi sem býr yfir góðri almennri tölvuþekkingu og íslenskukunnáttu. Nauðsynlegt er að umsækjandi sé þjónustulundaður og eigi gott með samskipti. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 25. júlí nk.


Starfskjör fara eftir kjarasamning ríkisins og SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu.

...
Meira

Strandir.is - fréttir

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

« Júlí 2016 »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nćstu atburđir

Vefumsjón