A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Uppbyggingasjóđur Vestfjarđa - opiđ fyrir umsóknir

07. desember 2016 | Andrea Kristín Jónsdóttir

Vakin er athtygli á því að opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingasjóð Vestfjarða - sjá auglýsingu hér.

Val á íţróttamanni- eđa konu Strandabyggđar

05. desember 2016 | Íris Ósk Ingadóttir
Samkvæmt reglugerð um útnefningu á íþróttamanni eða -konu ársins hefur Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd umsjón með valinu á ári hverju. Senda skal tilnefningar og stuttan rökstuðning á netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is eigi síðar en sunnudaginn 9. janúar. Allir mega senda inn tilnefningu og frjálst er að nefna fleiri en einn aðila en viðkomandi þurfa að hafa haft lögheimili í Strandabyggð á síðastliðnu ári. Upplýst........
Meira

Jólabingó

02. desember 2016 | Íris Ósk Ingadóttir
Jólabingó - miðvikudaginn 7. desember kl. 18:00 verður félagsmiðstöðin Ozon með jólabingó í félagsheimilinu á Hólmavík.
Spjaldið kostar 500kr.
Veitingar til sölu.
Allir eru hjartanlega velkomnir!!!!
 
 

Samfélagsstyrkir Orkubús Vestfjarđa 2016

01. desember 2016 | Salbjörg Engilbertsdóttir

Orkubú Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum um samfélagsstyrki 2016, en úthlutun samfélagsstyrkja er orðinn árlegur viðburður hjá fyrirtækinu. 


Orkubúið vill með styrkjunum sýna stuðning í verki við þá aðila og félög sem sinna ýmsum samfélagsmálum á Vestfjörðum.  Þar getur verið um að ræða ýmiskonar starfsemi eða félagasamtök, s.s. björgunarsveitir, íþrótta- og æskulýðsstarf, menningarstarfsemi og listir eða einhver önnur áhugaverð verkefni sem skipta máli fyrir vestfirskt samfélag.

...
Meira

Vísindaţemadagar í Grunnskólanum

29. nóvember 2016 | Hrafnhildur

Þemadagar tengdir vísindum verða dagana 30. nóv. - 2. des.

Nemendur fara á milli stöðva og spreyta sig á fjölbreyttum verkefnum, setja fram tilgátur, framkvæma tilraunir og skila skýrslum. Gerðar verða tilraunir með rafmagn, loftþrýsting, búinn verður til töfrasandur og lavalampi og unnið að rannsóknum með smásjá og víðsjá, unglingadeildin spreytir sig á krufningu og þeir yngri gera tilraunir með listsköpun, allir gera rannsóknir á sjávarfangi og læra ný tungumál auk þess að tefla og læra ný spil. Gestakennarar koma í heimsókn og foreldrar eru velkomnir í skólann hvenær sem er.

Forritunarnámskeiđ fyrir ungmenni 6-16 ára

24. nóvember 2016 | Íris Ósk Ingadóttir
Samtökin Kóder munu halda forritunarnámskeið fyrir þá sem skráðu sig núna um helgina 26.-27. nóvember í grunnskólanum á Hólmavík. Hægt er að kynna sér samtökin hér.

Kennt verða tvö námskeið:
Scratch - 6-9 ára - 26. og 27. nóvember 09:00-12:00 - verð 3.000 kr
Python/Minecraft - 9 ára og eldri - 26. nóvember og 27. nóvember 13:00-18:00 - verð 5.000 kr
Vefforritun - fellur niður vegna dræmrar skráningar en þeir sem skráðu sig geta tekið þátt í Python/Minecraft

Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Írisi Ósk tómstundafulltrúa Strandabyggðar í síma 846-0281 eða í netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is.

Strandir.is - fréttir

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

« Desember 2016 »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nćstu atburđir

Vefumsjón