Fyrsta Barnamenningarhátíđ Vestfjarđa
Það er mér heiður að tilkynna að fyrsta Barnamenningarhátíð Vestfjarða verður haldin í sveitarfélaginu Strandabyggð dagana 14.-20. mars 2016 í samvinnu við nærliggjandi sveitarfélög.
Markmið hátíðarinnar er að efla menningarstarf barna og unglinga á Vestfjörðum og eins að gefa einstaklingum á sviði lista og menninga tækifæri til að koma fram og gefa af sér.
Þann 16. maí 2015 var haldið listamannaþing á Ísafirði og var niðurstaða þingsins að vilji væri til að halda Barnamenningarhátíð á Vestfjörðum. Félag vestfirskra listamanna hvatti Strandabyggð og nærliggjandi sveitarfélög til að halda slíka hátíð í fyrsta sinn og tók Strandabyggð málið að sér.
Til stendur að halda uppi smiðjum að degi til 14.-18. mars þar sem börnum og unglingum gefst kostur á að fá leiðsögn við að skapa og uppgötva. Verður lögð áheyrsla á að bjóða upp á fjölbreyttar smiðjur sem höfða til allra aldurshópa þátttakenda á sviði lista og menninga. Leitað verður eftir því að fá smiðjustjóra úr sveitarfélaginu og frá nærliggjandi sveitarfélögum til að styðja við lista- og menningarstarf á svæðinu. Á kvöldin 14.-18. mars verða í boði sýningar fyrir alla aldurshópa sem spegla sögu barnamenningar. Yfir helgina 18. -20. mars verður afrakstur smiðjuvinnu sýndur ásamt því að hafa opnar sýningarnar sem hafa verið í boði yfir vikuna.
Hátíðin mun krefjast samstarfs á milli stofnana og félaga í sveitarfélaginu og nærliggjandi sveitarfélaga. Vonast er svo til að annað sveitarfélag á Vestfjörðum muni taka við keflinu og halda Barnamenningarhátíð Vestfjarða að ári liðnu og svo koll af kolli þar til þessi hátíð verður að árlegri hefð.
Hátíðin er kjörið tækifæri fyrir listamenn og áhugafólk að leiðbeina og kenna börnum og unglingum eftir sinni sér þekkingu. Einnig býður hún upp á möguleika fyrir sýningar að ýmsu tagi.
Á þessari síðu munu berast upplýsingar um hátíðina, viðburði og sýningar. Ef það eru eitthverjar fyrirspurnir endilega hafið samband í netfang tomstundafulltrui@strandabyggd.is eða í síma 846-0281.