Valmynd

Fréttir

Sjötti dagur Barnamenningarhátíđar Vestfjarđa

| 18. mars 2016

Í dag er búið að vera mikið stuð og fjör.

Töframaðurinn Jón Víðis var með Sjóræningjasmiðju í leikskólanum á Hólmavík þar sem var búið til leppar, hattar og sverð. Tilraunasmiðja og Loftbelgssmiðja voru svo í boði fyrir nemendur í grunnskólanum á Hólmavík. Þar sköpuðu börnin ýmislegt töfrandi og virtust skemmta sér mjög vel.

Nemendur í 1.-10. bekk í grunnskólanum á Hólmavík tóku líka þátt í Umhverfislistasmiðju þar sem þau máluðu tankinn fyrir ofan skólann og bjuggu til prjónagraff sem hægt er að sjá í íþróttamiðstöðinni á Hólmavik.

Ég hlusta á vindinn er dansatriði sem var sýnt í Hnyðju fyrir yngstu deildina í leikskólanum á Hólmavík og voru þeim krílum sem eru of ung til að fara á leikskóla boðið að koma líka.

 

Dagurinn er langt því frá að vera búinn þar sem frumsýningarkvöld leikfélag Hólmavíkur á verkinu Ballið á Bessastöðum er í kvöld og Café Riis er með pizzakvöld. Njótið kvöldsins með fjölskyldunni. 

Vefumsjón