Hálfnuđ en nóg stuđ eftir!
| 17. mars 2016
Nú er fjórði dagur Barnamenningarhátíðar Vestfjarða að ljúka og er þá hátíðin hálfnuð.
Í dag fór 5.-10. bekkur í heimsókn í Hólmadrang og fékk að skoða vinnsluna.
Jón Víðis töframaður er mættur til Hólmavíkur og fór sína fyrstu heimsókn til 1.-4. bekk og kenndi þeim töfrabrögð.
5.-10. bekkur setti upp ljósmyndasýningu sem má sjá í íþróttamiðstöðinni á Hólmavík ásamt öðrum verkum.
Gunnar Helgason fór og las fyrir börnin í leikskólanum og var svo með opin upplestur í grunnskólanum á Hólmavík úr bókinni sinni Mamma klikk! Stórskemmtilegur upplestur sem lét alla áhorfendur hlæja.