Móttaka refaskotta 1. september 2011
Einungis ráðnum veiðimönnum sem fengu erindi þess efnis frá sveitarfélaginu s.l. vor er greitt fyrir veiðar á ref.
Grenjavinnsla
- Refir kr. 7000 á dýr
- Yrðlingar kr. 1600 á dýr
- Tímakaup: kr. 800 per klst.
- Akstur kr. 79 per km
Vetrarveiði
- Hlaupadýr kr. 7000 á dýr
- Hver ráðinn veiðimaður fær greitt að hámarki fyrir 10 hlaupadýr
- Einungis eru greidd verðlaun fyrir hlaupadýr en ekki akstur og tímakaup
Skil og skiladagar
Skila skal skottum af unnum dýrum ásamt fylgigögnum. Til þessa ber að nota sérstakar bækur frá embætti veiðistjóra. Þar skal koma fram veiðidagur, veiðitími, veiðiaðferð, kyn og litur dýrs. Ávalt skal skrá hvar dýr var veitt til að hægt sé að átta sig á fjölda refa á svæðinu. Skila skal öllum skottum úr hverju greni fyrir sig í sér plastpoka ásamt merkingum um hvar grenið var staðsett. Einungis er tekið á móti skottum á auglýstum tíma. Veiðimanni ber að skila til sveitarfélagsins sundurliðuðum reikningi vegna veiðanna.