Gestanemendur
Eftirfarandi viðmiðunarreglur gilda varðandi gestanemendur við Grunnskólann á Hólmavík:
Uppfært ágúst 2018.
- Best er, ef hægt er að óska eftir leyfi fyrir gestanemendur með nokkurra daga fyrirvara.
- Gestanemendur eru velkomnir til okkar - þó í mesta lagi eina viku í senn.
- Sótt er um leyfi til skólastjóra, skólastjóri ræðir við umsjónarkennara og aðra kennara sem koma til með að kenna barninu og gefur svar til umsækjenda að því loknu.
- Gesturinn fylgir jafnaldra bekk en verður að koma með eigið námsefni eða viðfangsefni við hæfi og íþróttaföt eða sundföt fyrir íþróttatíma.
- Gesturinn fylgir skólareglum.
- Forráðamenn gestanemenda verða að fylla út eyðublað (smellið hér) ef þeir óska eftir að gestanemandi nýti þjónustu skólans t.d. frístund eða mötuneyti og upplýsa um hver greiðir fyrir þá þjónustu.
Uppfært ágúst 2018.