A A A

Valmynd

Um namfus.is

Grunnskólinn á Hólmavík notar namfus.is sem er upplýsinga- og námskerfi fyrir nemendur, foreldra, kennara, stuðningsfulltrúa og skólastjórnendur. Foreldrar fá í hendur notendanafn og lykilorð til að nota síðu barns eða barna sinna. Eitt aðal markmið Mentors er að stuðla að aukinni samvinnu heimila og skóla. Rannsóknir sýna að þátttaka foreldra í skólastarfi hefur jákvæð áhrif á líðan og árangur barna þeirra í skólanum. Þær upplýsingar sem unnið er með inni í skólunum er einfalt að gera sýnilegar foreldrum. 

Hvernig notum við namfus.is?

Hér eru nánari upplýsingar um nokkrar einingar Námfús:

Tölvupóstur. Möguleiki starfsmanna til að senda póst til aðstandenda eða kennara ákveðins hóps eða einstaklings.
 
Ástundun. 
Skólinn er með ástundunartegundir sem eru síðan aðgengilegar kennurum til skráningar. Ástundunin er sjálfkrafa sýnileg foreldrum á fjölskylduvef auk þess sem kennarar geta prentað út margs konar skýrslur yfir ástundun nemenda sinna.
 
Einkunnir.
 Kennararnir setja einkunnir beint inní kerfið. Þær eru síðan prentaðar út í lok annarinnar. Eftir þann tíma eru einkunnirnar aðgengilegar undir flipanum einkunnir á nemendaspjaldinu.

Dagbók. 
Hér geta kennarar og aðrir starfsmenn skráð í dagbók hvers nemanda. Hægt er að stýra aðgangi að færslunum eftir því hvers eðlis þær eru. Einnig getur kennarinn hakað við að senda tölvupóst til foreldra, umsjónarkennara eða skólastjórnenda um að ný færsla sé aðgengileg í dagbók.   

Heimavinnuáætlun. Kennarar setja inn heimavinnu á á bekkinn. Hver færsla er dagsett og raðast inn í vikuform sem nemendur og foreldrar geta skoðað sín megin. Hægt er að smella á Næsta vika eða Fyrri vika ef færsla birtist ekki. Ný vika hefst á sunnudegi og ef kennarinn hefur sett heimavinnu komandi viku inn á föstudegi þá birtist hún ekki nema smellt sé á Fyrri vika. Einnig getur kennarinn sent skilaboð til heimilana í gegnum heimavinnuáætlun.  

Stundaskrá. Stundaskrá nemenda birtist á nemendaspjaldinu, þegar íþróttafélög og tónlistarskólar bætast í hóp notenda Mentor er stefnt að því að tómstundir bætast á stundaskrána.    

Skóladagatal. Viðburðir og frídagar. Hér geta nemendur og foreldrar séð viðburði hjá bekknum sem og viðburði sem snerta alla nemendur skólans.   

Nánar á www.namfus.is 

TÝNT LYKILORÐ?
Ef þú hefur glatað notendanafni eða lykilorði inn á Mentor.is hikaðu þá ekki við að hafa samband við skólastjórnendur skolastjorar@holmavik.is s. 451-3129 eða umsjónarkennara barnsins þíns og við sendum þér nýtt um hæl!

Bekkjavefir

Atburðadagatal

« Janúar 2025 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Næstu atburðir