A A A

Valmynd

Óveður og ófærð

Ef skólastarf fellur niður vegna óveðurs, ófærðar eða rafmagnsleysis er sent sms á foreldra í gegnum Námfús, sett inn tilkynning á vef skólans og Strandabyggðar og síðu Strandabyggðar á Facebook og eftir atvikum í Morgunútvarp Rásar 2 og fréttatíma útvarpsins eftir kl. 7.15. Allar mögulegar leiðir eru virkjaðar til að koma skilaboðum sem fyrst til foreldra.


Lögð er áhersla á að foreldrar meti sjálfir aðstæður þegar veður eða veðurútlit er vont eða líkur á ófærð. Þeir sem vilja halda börnum sínum heima, sé skóla ekki aflýst formlega, er velkomið að gera það. Í þeim tilfellum er mikilvægt að tilkynnt sé um fjarveru nemandans til skólans svo ekki leiki vafi á því hvar hann er. Foreldrar á skólaakstursleið hafa samband við skólabílstjóra og láta vita af ákvörðun um að senda börn ekki í skóla eins snemma og auðið er.


Hvað varðar skólaakstur er það alfarið ákvörðun skólabílstjóra í samráði við skólastjóra og foreldra hvort akstur sé mögulegur hverju sinni. Ef aðstæður eru þess valdandi að akstur er talinn ótryggur eða skólastjóri og skólabílstjóri ákveða að senda börn heim vegna ótryggs veðurútlits eða ófærðar verður haft samband við heimilin og gerð grein fyrir ákvörðuninni og forsendum hennar.


Uppfært ágúst 2019.

Bekkjavefir

Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Næstu atburðir