A A A

Valmynd

Skólaakstur

Skólaakstur

Endurskoða þarf akstursáætlun og reglur um skólaakstur. Það verður gert á skólaárinu og mun sú vinna byggja á reglum Strandabyggðar um skólaakstur frá 2011.


1. Akstursáætlun Akstursáætlun þessi gildir frá upphafi skólaárs haustið 2011 og fylgir skóladagatali Grunnskólans á Hólmavík.

Mæting í Grunnskólann á Hólmavík um kl. 08:00

Mæting í leikskólann Lækjarbrekku um kl. 08:10

Heimferð frá leikskólanum Lækjarbrekku um kl. 14:00

Heimferð frá Grunnskólanum á Hólmavík um kl. 14:10

Foreldrar/forráðamenn og grunnskólanemendur láti bílstjóra vita með tveggja tíma fyrirvara ef heimferð með skólabílnum er ekki nýtt.


2. Skólabílstjórar Skólabílstjóri er Unnsteinn Árnason. Sími í skólabíl er 858-1929


3. Reglur

  1. Skólabílstjóri hefur umráð yfir skólabílnum og ber farþegum að fara eftir fyrirmælum hans í einu og öllu.

  2. Skólabílstjóri sér um að börn setji á sig öryggisbelti.

  3. Foreldrar/forráðamenn bera ábyrgð á að útvega viðurkennda barnabílstóla fyrir leikskólabörn.

  4. Forðast skal að trufla bílstjórann á meðan á akstri stendur, nema nauðsyn beri til.

  5. Ganga skal vel um bílinn og allt sem í honum er. Farþegar eiga að taka allar eigur sínar út úr bílnum eftir hverja ferð og henda rusli sem til fellur.

  6. Stríðni og einelti er aldrei liðið í skólabílnum. Komi upp vandamál í skólabíl svo sem vanlíðan, einelti eða stríðni, eða verði skólabílstjóri var við að eitthvert barnanna eigi í erfiðleikum ber honum að ræða það við skólastjóra.

  7. Farþegar í skólabílnum hafa ekki aðgang að farsíma í bílnum nema brýna nauðsyn beri til. Ætli nemendur að verða eftir á Hólmavík eftir skóla eða fá með sér leikfélaga þarf að vera búið að skipuleggja það og gera viðeigandi ráðstafanir áður en að heimferð kemur.

  8. Nemendur Grunnskóla þurfa að gæta þess að vera mættir í skólabílinn þegar að heimferð kemur.

  9. Starfsfólk leikskóla sér um að klæða leikskólabörnin og gera þau tilbúin fyrir heimferðir.

  10. Verði slys skal skólabílstjóri strax hafa samband við lækni, lögreglu og skólastjóra.


Í skólabíl skal vera tafla yfir ferðir skólabíls og hvaða börn nýta hvaða ferðir. - Í skólabíl skal vera símaskrá með símanúmerum foreldra/forráðamanna allra barna sem nýta sér ferðir með skólabílnum.


4. Hverjir geta nýtt skólabílinn? Skólabíllinn er ætlaður nemendum í Grunnskólanum á Hólmavík. Foreldrar/forráðamenn geta óskað eftir að leikskólabörn fái far með skólabílnum eftir því sem pláss leyfir enda lengist dagleg akstursleið skólabíls ekki. Ekki er sérstakur starfsmaður í skólabílnum utan bílstjóra til að sinna leikskólabörnum á ferð. Leikskólabörn sem búa fjærst leikskólanum Lækjarbrekku hafa forgang í skólabílinn. Skólabílstjóri hefur samband við foreldra/forráðamenn annarra leikskólabarna ef pláss losna.


5. Ferðir skólabílsins falla niður:

  • ef skólabílstjóri metur ófært vegna veðurs og færðar

    • skólabílstjóri lætur skólastjórnendur Grunnskólans á Hólmavík vita

    • skólabílstjóri lætur leikskólastjóra/deildarstjóra leikskólans Lækjarbrekku vita

  • ef Grunnskólinn á Hólmavík þarf að nýta skólabílinn í aðrar ferðir á vegum skólans

  • ef kennsla fellur niður í Grunnskólanum á Hólmavík (vegna starfsdaga, foreldraviðtala, veðurs eða annars)


Skólabíll

Leiga á skólabíl fyrir starfsmannafélög stofnanna Strandabyggðar kr. 85 km

Leiga á skólabíl fyrir félagasamtök í Strandabyggð kr. 85 km

Leiga á skólabíl fyrir aðra kr. 270 km

Eftirtaldir aðilar greiða ekki fyrir afnot af skólabílnum:

- Leikskólinn Lækjarbrekka

- Grunnskólinn á Hólmavík

- Tónskólinn á Hólmavík

- DreifnámFNV á Hólmavík v.ferða í Staðarskála v. námslota á Sauðárkróki.

- Félagsmiðstöðin Ozon

- Félagsstarf aldraðra

- Starfsemi á vegum sveitarfélagsins Strandabyggðar

NOV 2017

Bekkjavefir

Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Næstu atburðir