A A A

Valmynd

Skólareglur Grunnskólans á Hólmavík

Skólareglur Grunnskólans á Hólmavík

Skólareglur gilda á skólatíma og í öllum ferðum og skemmtunum á vegum skólans.

      1.  Vinnufriður

Skóli er vinnustaður nemenda og starfsfólks og til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að þarf að ríkja vinnufriður.
      2.  Stundvísi

Sýna skal tíma annarra virðingu og mæta alltaf stundvíslega nema þegar veikindi eða önnur gild forföll koma í veg fyrir það. Foreldrar/forráðamenn bera ábyrgð á skólasókn nemenda og skulu tilkynna forföll til skólans eins fljótt og hægt er. Beiðni um leyfi skal koma frá foreldrum/forráðamönnum. Umsjónarkennari getur veitt leyfi til tveggja daga en sækja þarf um lengra leyfi með tölvupósti til skólastjóra. Foreldrar/forráðamenn bera ábyrgð á að nemendur vinni verkefni á meðan leyfi stendur yfir í samráði við kennara.
      3.  Framkoma

Nemendur skulu fara eftir fyrirmælum starfsfólks. Starfsfólk og nemendur skulu sýna fyllstu kurteisi og vandað orðbragð í öllum samskiptum.
      4.  Umgengni

Nemendur og starfsfólk gangi vel um skólann og eigur hans, bæði úti og inni. Það gildir um námsgögn, húsbúnað, húsnæðið sjálft og það sem er á lóð skólans. Nemendum er óheimilt að vera með eldfæri, hnífa eða annað sem getur skaðað þá sjálfa eða aðra.
      5. Skólalóð

Nemendum er óheimilt að fara út af skólalóð án leyfis. Nemendum ber að sýna friðsamlega framkomu og trufla ekki aðra í leik eða starfi. Hjólreiðar og akstur eða umferð línuskauta, hjólabretta eða hlaupahjóla á skólalóð er bannaður á starfstíma skólans vegna slysahættu. Öll farartæki eru geymd utandyra og nemendum ber að nota viðeigandi öryggisbúnað.

      6.  Tækjanotkun
Öll notkun snjalltækja og annarra hluta er óheimil í kennslustundum nema kennari leyfi hana. Öll tæki í eigu nemenda eru alfarið á ábyrgð þeirra sjálfra.  
      7.  Heilbrigðar lífsvenjur

Neysla tóbaks, rafretta, áfengis, annarra vímuefna og orkudrykkja er bönnuð í skólanum og í öllum ferðum og skemmtunum á vegum skólans. Nemendur neyta ekki sætinda eða gosdrykkja á skólatíma nema við sérstök tækifæri og með leyfi kennara. 
      8.  Annað

Kennurum og starfsfólki er heimilt að setja nánari reglur ekki síst þar sem starfsemin krefst þess. Nemendur og kennarar setja sér bekkjarreglur og reglur um frímínútur og umgengni sem taka mið af reglum skólans.

 

Viðurlög við brotum á skólareglum

1. Ef um brot á skólareglum er að ræða er ferlið þannig:

a) Ef nemandi brýtur skólareglur áminnir nálægur starfsmaður nemandann.

b) Dugi áminning ekki ræðir umsjónarkennari við nemandann og tilkynnir foreldrum/forráðamönnum stöðu mála og leitar jafnframt aðstoðar þeirra.
c) Um leið og foreldrum er tilkynnt um agabrot nemanda skal umsjónarkennari skrá það í persónumöppu nemenda og allan feril málsins eftir það. 

d) Við ítrekuð brot eru foreldrar/forráðamenn boðaðir í skólann til viðtals við umsjónarkennara um agavanda nemandans

e) Dugi þessi úrræði ekki fer málið til skólastjóra. Hann kallar nemanda á sinn fund og ræðir brot nemendans á reglum skólans. Foreldrar/forráðamenn skulu upplýstir um hvað fram fer á þessum fundi.
f) Ef ekki verður bót á ræðir skólastjóri við nemanda og foreldra/forráðamenn og um leið fer mál til nemendaverndarráðs og þaðan til félagsmálastjóra Strandabyggðar og/eða barnaverndarnefndar Húnaþings vestra, Stranda og Reykhóla.

 g) Við ítrekuð eða alvarleg brot á reglum skólans eða landslögum er skólastjóra heimilt að vísa nemanda úr skóla á meðan unnið er að lausn máls. Forráðamönnum og fræðsluyfirvöldum er tilkynnt um þá ákvörðun. Lögreglu skal tilkynnt um brot á landslögum.

2. Forráðamenn eru bótaskyldir ef um skemmdir á verðmætum er að ræða.
3. Andmælaréttur er virtur og jafnræðis gætt í meðferð mála.

4. Upplýsingar um skólareglur og viðurlög má finna á heimasíðu skólans http://www.strandabyggd.is/grunnskolinn/


Ágúst 2018 

 

 

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Desember 2024 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nćstu atburđir