A A A

Valmynd

Stefna skólans


Virðing - Seigla - Stolt - Gleði


Skólasamfélag sem vinnur að því að hvert barn vaxi og dafni á sínum forsendum í öruggu og uppbyggjandi umhverfi þar sem ávallt er gert ráð fyrir því að nemendur geri sitt besta og sýni árangur umfram væntingar.


Framtíðarsýn

Nemendur, starfsfólk og forsjáraðilar vilja að eftirsóknarvert sé að starfa og stunda nám í Strandabyggð. Náminu verði ætlað að byggja upp sjálfstæða og sjálfsörugga einstaklinga sem geta tekist á við síbreytilegt alþjóðlegt samfélag svo tekið sé eftir. Mikilvægt er að skólasamfélagið sé hornsteinn sveitarfélagsins og stuðli að uppbyggilegu samstarfi við fólk og fyrirtæki á svæðinu. Starfshættir séu í sífelldri þróun og að starfsfólk hafi aðgang að góðum stuðningi við framkvæmd skólastarfsins. Vinnuumhverfið skal vera skapandi og líflegt en jafnframt notalegt þar sem gagnkvæm virðing er höfð að leiðarljósi.


Uppeldisstefna

Uppeldisstefna skólans er jákvæður agi og fær starfsfólk reglubundna þjálfun og stuðning við innleiðingu. 
Í daglegu starfi skólasamfélagsins á Hólmavík eru notaðar uppeldisaðferðir sem styrkja jákvæða hegðun. Lögð er áhersla á að allt starfsfólk skólasamfélagsins skilji hvernig jákvæð og uppbyggjandi viðbrögð við neikvæðri hegðun byggja undir stefnu skólans. Að það sé ekki aðeins mikilvægt heldur sé það forsenda góðra samskipta að horfa á orsakir hegðunar frekar en að breyta hegðuninni með umbun eða refsingum. Stefnan byggir á sjálfsstjórnarkenningum sem fela það í sér að byggja upp innri hvöt til að haga sér vel og eiga jákvæð samskipti við aðra.

Skólasamfélagið leggur áherslu á móta skólabrag sem einkennist af umhyggju og byggist á gagnkvæmri virðingu, ábyrgð, tillitssemi og þrautseigju. Það er sameiginlegt markmið skólasamfélagsins að koma auga á jákvæða hegðun en ekki síður að vera mikilvægar fyrirmyndir í samskiptum og framkomu.

Jákvæður agi byggir á því að börn fái tækifæri til þess að efla færni sína við að finna lausnir og setja sjálfum sér mörk í traustu samstarfi við fullorðna.

Grunnþættir menntunar eru:  

 Vinna með grunnþættina er í stöðugri endurskoðun. 


Uppfært september 2021

 

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Janúar 2025 »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nćstu atburđir