Fundur skólaráđs 7. maí 2013
Fundur skólaráðs 7. maí 2013 kl. 16:00 á kaffistofu starfsmanna
Mættir: Jóhanna Ása, Hlíf, Ingibjörg Fossdal, Birta Rut, Barbara Ósk, Hulda Ingibjörg, Ingibjörg Emils., Þuríður, Hrafnhildur Þ.
Fundur settur:
1. Nemendalýðræði. Fundur skólastjórnenda með nemendaráði. Inga og Hulda héldu fund með nemendaráði áður en Arnar forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar lét af störfum og munu þær hitta krakkana aftur á mánudaginn og funda með þeim. Þær munu framvegis halda reglulega fundi með nemendaráði og er það skref í að virkja nemendalýðræði í skólanum
2. Sjálfsmat. Sjálfsmatið brotlenti vegna galla í könnun. Efsti svarmöguleiki féll út í fjölda spurninga. Við höfum ekki fengið nein svör úr könnuninni. Senda þarf út nýjan spurningalista um skólabyrjun næsta skólaárs. Senda þarf útskýringar með spurningum. Hulda setur upp spurningarnar og sendir á skólaráðið sem svarar öllum til baka.
3. Símenntun. Í vetur fóru starfsmenn á námskeið um einstaklingsmiðaða kennsluhætti. Jenný Gunnbjörnsdóttir frá Háskólanum á Akureyri kom til okkar og fræddi okkur. Inga og Hulda fóru á námskeið með innleiðingu Aðalnámskrár hjá Jóni Baldvin Hannessyni. Næsta skólaár munum við fara í þá vinnu að innleiða nýja Aðalnámskrá. Stefnt er að því að fá til okkar sérfræðing í námsmati og innleiðingu Aðalnámskrár. Ásamt þessu erum búin að vinna í að mennta sérkennsluna töluvert í vetur. Þær hafa nú réttindi á ýmis greiningatæki.
4. Undirbúningur og skipulag næsta skólaárs. Ósk um endurskoðun á umbótaáætlun hefur komið frá menntamálaráðuneytinu. Umbótaáætlunin er í endurskoðun og er langt komin. Skóladagatal næsta skólaárs kynnt. Sérstök athygli vakin á því að prófatímabil hafa verið felld út á haust- og miðönn.
5. Önnur mál.
a. Fyrirspurn um skóladagatal Tónskólans. Ekki tilbúið, verður gert von bráðar.
b. Næsti fundur verður haldin 23. maí, kl. 15:00
Fleira ekki gert, fundi slitið 17:05