A A A

Valmynd

Skóladagatal 2024-2025

Skóladagatal 2024-2025

Leikskóladagatal 2024-2025.


Skóladagatal
 er sett fram með fyrirvara um breytingar af óviðráðanlegum aðstæðum.

Skólasetning og móttaka nýnema: Skólasetning verður 22. ágúst 2024, klukkan 13:00. Skólaslit verða 5. júní 2025, klukkan 12:00. Nýjum nemendum og foreldrum þeirra verður boðið í skólann fyrir skólasetningu.

Uppbrotsdagar og aðrir viðburðir: 

 

Litlu jól grunnskóla. Sýnd verða atriði á sviði sem eru áður undirbúin af hverri bekkjardeild. Umsjónarkennari stýrir þeirri vinnu. Elstu nemendur leikskóla taka þátt og sýna atriði í dagskrá.  Nemendur í 7. bekk sjá  um að kynna skemmtiatriði. Nemendur í 10. bekk sjá til þess að jólasveinar mæti á staðinn og taka þátt í að skreyta jólatréð. Gengið er í kringum jólatréð og sungin jólalög. 

 

Íþróttahátíð og lýðheilsudagur. Foreldrum er boðið til þátttöku í ýmsum heilsu- og íþróttatengdum viðburðum með nemendum til dæmis við upphaf Lífshlaupsins. 

Útivistar og gönguferðadagskrá í upphafi og lok skólaárs. Markmiðið með gönguferðunum er hópefli og sjálfstyrking. 

Þátttaka í hreyfiverkefninu Göngum í skólann er árviss.

Íþrótta og lýðheilsudagur hefur verið með ýmsu sniði, síðustu ár var foreldrum boðið í íþróttatíma í hádeginu. Afhending viðurkenninga til íþróttamanns Strandabyggðar og efnilegasta íþróttamanns undangengins árs hefur oft verið tengd íþróttadegi. Íþrótta og lýðheilsudagur er í janúar.

 

Púkinn, Barnamenningarhátíð Vestfjarða verður haldin 31. mars-11. apríl.   

Gert er ráð fyrir kvikmyndanámskeiði fyrir nemendur unglingadeildar 7.-11. október

 

Framhaldsskólakynningar. Nemendur hafa fengið leyfi til að fara með foreldrum sínum á kynningar hjá þeim framhaldsskólum sem þau hafa áhuga á. Skólarnir eru með kynningar á misjöfnum tíma. Nemendur fá aðstoð við að leita upplýsinga.

 

Skólabúðir. 7. bekkur fer í skólabúðir í Reykjaskóla á sama tíma og samstarfsskólarnir á Reykhólum og í Búðardal. Kennari fer með hópunum og stuðningsfulltrúi ef þess gerist þörf. Þar sem hóparnir eru mjög fámennir og senda þarf kennara frá hverjum skóla hefur verið umræða milli skólanna að fara annað hvert ár. 

 

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk er haldin sameiginlega með skólunum á Reykhólum, Drangsnesi og skipt á milli staða. 

Árið 2024-2025 verður keppnin með nýju sniði í samstarfi við Vesturlandsskólana og þá verður væntanlega forkeppni í hverjum skóla.

 
Umhverfisdagur: Er þemadagur umhverfisins og þá er sett upp dagskrá með fræðslu og leik sem tengist umhverfinu. Oft er öðrum skólum boðið að taka þátt eða foreldrum og öðrum íbúum á svæðinu. Á þessum degi er reynt að skila einhverju af sér til umhverfisins. 

Einnig hefur verið farið í náttúru og umhverfisskoðun,ratleiki og náttúrubingó. Allir nemendur eru saman og leikskólinn tekur líka þátt. Skóladegi allra lýkur við lok skóladags yngstu nemenda.

 

Samskiptadagur heimila og skóla verða 13. nóvember, 12. febrúar verða nemendastýrð foreldraviðtöl og 21. maí verða foreldraviðtöl.Viðtöl eru 20 mínútur. Sé þörf á lengri tíma koma viðmælendur sér saman um hann.   Áhersla hefur verið á líðan og lestur á fyrsta foreldrafundi. Nemendastýrð foreldraviðtöl eftir leiðsagnarmat er í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla. 

 

Umsjónarkennarar sjá um foreldraviðtöl að hausti og vori en skólastjóri og annað starfsfólk sér um nemendaþing á meðan. Nemendastýrð foreldraviðtöl verða nú á einum degi í stað þess að  þeim sé dreift yfir vikuna. Foreldrar verða sérstaklega hvattir  til að mæta í nemendastýrðu viðtölin þar sem nemendur eru búnir að undirbúa sig vel og rækilega og æfa kynningu  fyrir foreldra.

 

Á nemendaþingi að hausti verður fjallað um Betri skóla og að vori er nokkurs konar uppgjör á vetrarstarfinu. Hugmyndavinna fer fram á  á báðum þingum.

 

Útikennsla og umhverfisdagur: Sett upp dagskrá með fræðslu og/eða leik sem tengist umhverfinu. Oft er öðrum skólum boðið að taka þátt eða foreldrum, eldri borgurum eða öðru fólki á svæðinu. Á þessum degi er áhersla á að skila einhverju af sér til umhverfisins.

 

Styttri dagar


Stofujól: Síðasti dagur fyrir jól. Nemendur mæta í skólann klukkan 11:00 með eitthvert góðgæti stundum með kerti og litlar gjafir. Róleg stund í hverri bekkjardeild, nemendur fá jólakveðju frá bekkjarfélögum, umsjónarkennari sér um stofujól. Stofujólum lýkur klukkan 12:00 og um leið hefst jólafrí. Á skóladagatali 2024-2025 eru stofujól á dagskrá 11:00-12:00.

 

Vordagur: Er dagur með leikjadagskrá og grilli sem stendur yfir frá klukkan 10:00. Keppt er um sterkasta nemanda skólans, grillaðar pylsur og djús í boði, andlitsmálun, sápukúlur, tónlist, leikir og þrautir. Allir eru velkomnir en nemendur leikskólans eru sérstaklega boðnir. Vordagur er haldinn við Grunnskólann

 

Öskudagur: Öskudagur 2025 hittir á skipulagsdag 5. mars. (Þegar svo er ekki fara nemendur að undirbúa sig 10:10-11:30, æfa söng, mála, greiða, búa sig og skipta í hópa fyrir hádegi og fara eftir hádegismat í hópum með kennurum og starfsfólki að syngja í fyrirtækjum. Skóla lýkur klukkan 13:30 og þá taka foreldrar við umsjón barnanna).  Hefðbundið er öskudagsball foreldrafélagsins. 

 

 
Uppfært ágúst 2024

 

 





 



 

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Janúar 2025 »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nćstu atburđir