Saga skólans

Saga Grunnskólans á Hólmavík

Skólahald á Hólmavík hefur verið rakið allt til ársins 1910 en þá var fyrst kennt í ákveðnu skólahúsi á Hólmavík.

Haustið 1948 hófst kennsla í nýju skólahúsnæði að Skólabraut 20. 

Viðbygging við skólann var tekin í notkun 1984 þótt henni væri ekki að fullu lokið.

Haldin var vegleg veisla 1998 í tilefni 50 ára afmælis skólans.  Nemendur í 10. bekk (1998-1999) tóku þá saman stutt söguágrip frá árinu 1910 og lista yfir kennara sem kenndu við skólann frá 1948-1999.  

Síðla árs 2022 kom upp mygla í húsnæði skólans og var hann þá rýmdur og honum lokað. Nemendur og starfsfólk dreifðist þá um staðinn og var hver bekkjardeild saman um húsnæði. Kennt var í Hnyðju, á efri hæð sparisjóðsins, í flugstöð til skamms tíma, í félagsheimili og að lokum einnig í Vallarhúsi sem var gámahús staðsett á skólavellinum. Unnið var að endurbótum á skólanum og nýrri hlutinn endurgerður og tekinn í notkun haustið 2024.

Tónskólinn hóf starfsemi sína 1984.

Leikskólinn á Hólmavík heitir Lækjarbrekka. Húsnæðið sem er sérstaklega byggt sem leikskóli var tekið í notkun 1988 og sumarið 2003 var byggt við leikskólann og hann stækkaður um helming.

Skólastarf er frá 1. janúar 2020 sameinað í Leik-, Grunn- og Tónskóla á Hólmavík 

Mars 2025. Næst endurskoðað 2028.
Nemendur
Atburđir
« Apríl 2025 »
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nćstu atburđir

Vefumsjón