Starfsmannastefna
Starfsmannastefna skóla í Strandabyggð
Grunnstefna
Við skólann starfar metnaðarfullt starfsfólk sem leggur sig fram um að veita nemendum og foreldrum þeirra framúrskarandi þjónustu.
Starfsfólk sameinaðs skóla á Hólmavík er hópur faglærðra og ófaglærðra starfsmanna sem vinna saman að því að byggja upp skólastarf þar sem áhersla er lögð á vilja, virðingu, umburðarlyndi og tillitssemi með hagsmuni nemenda að leiðarljósi. Þau starfa undir verkstjórn skólastjórnenda og í náinni samvinnu við nemendur, foreldra þeirra og aðra sem koma að skólastarfinu.
Starfsfólk ber ábyrgð á öllum þáttum skólastarfsins, þar á meðal undirbúningi, framkvæmd og mati. Lögð er áhersla á jákvæða og uppbyggilega vinnustaðamenningu þar sem stuðningur, þekkingarmiðlun og starfsþróun eru í forgrunni.
Framkvæmd stefnunnar
Móttaka og ráðning nýrra starfsmanna
Markmið: Að ráða hæft og metnaðarfullt starfsfólk.
- Öll störf skulu auglýst opinberlega nema þegar um tímabundnar ráðningar eða tilfærslur er að ræða.
- Nýjum starfsmönnum skulu kynnt réttindi og skyldur samkvæmt móttökuáætlun.
Ábyrgð: Skólastjóri leik- og grunnskóla
Gögn: Móttökuáætlun nýrra starfsmanna.
Starfsþróun
Markmið: Að gera starfsfólki kleift að þróast í starfi.
- Tryggja aðgengi að námskeiðum og sveigjanleika til að sækja þau.
- Tryggja aðgengi að persónulegri starfsþróun og svigrúmi til að þróast í starfi
- Tryggja reglubundið mat á hæfni kennara í samræmi við hæfniramma
Ábyrgð: Skólastjóri leik- og grunnskóla
Gögn: Starfsþróunaráætlun og hæfnirammi
Aðbúnaður
Markmið: Að tryggja aðbúnað, hollustuhætti og öryggi.
- Framkvæma skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað og fylgja henni eftir.
- Tryggja góð samskipti og andlegt starfsumhverfi
Ábyrgð: Skólastjóri og trúnaðarmenn.
Gögn: Öryggisáætlun.
Jafnrétti kynjanna
Markmið: Að stuðla að jafnrétti kynjanna í öllu skólastarfi.
- Vinna eftir jafnréttisáætlun skólans.
Ábyrgð: Skólastjóri leik- og grunnskóla
Gögn: Jafnréttisáætlun
Starfsmanna- og starfsþróunarsamtöl
Markmið: Að efla samskipti og starfsþróun.
- Halda starfsmannaviðtöl á hverju vori og tryggja tíma í fundaráætlun skólans fyrir þau.
- Halda utan um starfsþróun starfsmanna í samræmi við hæfniramma ríkisins um hæfni leik- og grunnskólakennara í starfi.
Ábyrgð: Skólastjóri leik- og grunnskóla
Gögn: Móttökuáætlun nýrra starfsmanna og hæfnirammi.
Starfslok starfsmanna
Markmið: Að tryggja faglega meðhöndlun starfsloka.
- Halda starfslokasamtöl og tryggja varðveislu þekkingar innan skólans.
Ábyrgð: Skólastjóri leik- og grunnskóla
Gögn: Minnislisti um starfslok starfsmanna.
Eftirfylgni og endurskoðun
Markmið: Að tryggja reglubundna endurskoðun á starfsmannastefnu leik- og grunnskóla Strandabyggðar
- Starfsmannastefna skal endurskoðuð árlega og aðlögun gerð ef nauðsyn krefur.
- Reglulegar kannanir á starfsánægju og starfsumhverfi skulu fara fram samkvæmt sjálfsmatsáætlun skólans.
Ábyrgð: Skólastjóri leik- og grunnskóla
https://docs.google.com/document/d/1v8qSYtkO_HHzZ-5wl6SH1xeZlOBLgCnndAG4NesW85w/edit?usp=sharing
Mars 2025. Næst uppfært 2028.