A A A

Valmynd

Starfsþróunaráætlun

Starfsþróunaráætlun Grunnskólans á  Hólmavík

Símenntun kennara má skipta í tvo meginþætti. Þætti sem falla beint að stefnu skólans og lögbundinni skyldu hans. Hinsvegar er um að ræða persónulega starfsþróun hvers og eins sem þó ber að falla að stefnu skólans hverju sinni.


Helstu áhersluþættir skólaárið 2019-2020 eru: 

  • Stærðfræði til framtíðar
  • Jákvæður agi

  • Fjölbreyttari kennsluhættir, námsmat og samvinna kennara.

  • Samskipti

  • Foreldrasamstarf 

Form símenntunar

Símenntun kennara fer fram innan 102/150 tímana samkvæmt kjarasamningi kennara og getur. Símenntun annarra starfsmanna fer fyrst og fremst fram á starfstíma skólans.


Símenntun getur falist í:

  • Námskeiðum fyrir kennara

  • Ráðstefnum og fræðslufundum

  • Jafningjafræðslu

  • Lestur fagbóka og fagsíðna

  • Áhorf myndbanda á netinu

  • Formlegt framhaldsnám  

Þörf á símenntun.

Ár hvert metur skólastjóri þörf á símenntun í samráði við starfsmenn og út frá áherslum skólans. Skólastjóri fylgist með að símenntun sé sinnt og heldur utan um þá símenntun sem starfsmenn taka þátt í. Kennarar sjá sjálfir um að skrá þá símenntun sem þeir taka þátt í og skila til skólastjóra en gera grein fyrir sínum símenntunaráformum í starfsmannaviðtali. Kennara halda utanum símenntun á þar til gerðu eyðublaði og upplýsa skólastjóra um framganginn.

Símenntunar og starfsþróunaráætlun Grunnskólans á Hólmavík:


Haust  2019

September til
desember

Janúar til
apríl

Maí og
júní

Sumar
2020

Námskeið um gerð námsvísa og kennsluáætlana.



Námskeið um jákvæðan aga.

 

Námskeið um jákvæð samskipti

 

Fræðsludagur

 

Haustþing KSNV

 

 

 

Gerð námsvísa og kennsluáætlana.


Sprotaverkefni í stærðfræði


Jákvæður agi


Jákvæð samskipti


Skipulagsdagar

 

 

Gerð námsvísa og kennsluáætlana.


Sprotaverkefni í 

stærðfræði


Jákvæður agi


Jákvæð samskipti


Skipulagsdagar

 

 

Gerð námsvísa og kennsluáætlana


Sprotaverkefni í stærðfræði


Jákvæður agi


Jákvæð samskipti


Fræðsluferð að vori

 

Kennarar sinna sínum námskeiðum.


Þróunarverkefni 

Strandabyggð  hefur gert samning við Tröppu ehf um ráðgjöf og stuðning við framkvæmd lögbundinnar þjónustu við nemendur í Strandabyggð. 


2018 

Ljúka  læsisstefnu og nýta niðurstöður í þágu hvers barns og á forsendum þess 

Formfesta gerð starfsáætlunar og endurskoðun helstu áætlana

Innleiðing fjölbreyttra einstaklingsmiðaðra kennsluhátta og leiðsagnarmat. 

Stjórna  skólanámskrárgerð og koma að innleiðingu

Grænfáninn og umhverfisvernd

Skóli án aðgreiningar 


2018-2019

Ljúka gerð skólanámskrár og innleiðingu kennsluáætlana og námsvísa

Skóli án aðgreiningar 

Hefja markvissa sjálfsmatsvinnu byggt á sjálfsmatsáætlun skólans. 

Grænfáninn og umhverfisvernd


2019-2020

Ljúka gerð skólanámskrár, kennsluáætlana og námsvísa

Sprotaverkefni í stærðfræði - stærðfræði til framtíðar.

Sjálfsmatsvinna, innra mat og umbótaáætlun

Grænfáninn og umhverfisvernd

Skóli án aðgreiningar, einstaklingsmiðað nám 

 

Uppfært, október 2019

Bekkjavefir

Atburðadagatal

« Október 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Næstu atburðir