Innra mats áćtlun og ítarleg viđmiđ
Skólaráð - Gæðaráð sameinaðs skóla í Strandabyggð
Lögum samkvæmt er skólaráð samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar ekki um málefni einstakra nemenda, foreldra eða starfsfólks skóla.
Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn. Miða skal við að skipað verði í ráðið í upphafi skólaárs í september.
Skólaráð sameinaðs skóla er jafnframt gæðaráð skólans sem fundar sex sinnum yfir skólaárið.
Kosningum skal hagað á eftirfarandi hátt:
-
Skólastjóri situr í skólaráði.
-
Tveir fulltrúar kennara skulu kosnir á kennara/starfsmannafundi, einn úr grunnskóla og annar úr leikskóla
-
Einn fulltrúi annars starfsfólks skal kosinn á starfsmannafundi.
-
Tveir fulltrúar foreldra einn úr grunnskóla og annar úr leikskóla skulu kosnir samkvæmt starfsreglum foreldrafélags, sbr. 9. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla.
-
Tveir fulltrúar nemenda skulu kosnir samkvæmt starfsreglum nemendafélags, sbr. 10. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla.
-
Skólaráð skal sjálft velja einn fulltrúa úr hópi íbúa í grenndarsamfélaginu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra.
Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Varamenn geta tekið sæti í skólaráði á einstökum fundum í forföllum aðalmanns. Varamaður tekur fast sæti við varanleg forföll eða missi kjörgengis aðalmanns, nema nýr sé kjörinn eða valinn í hans stað.
Í skólaráði 2024-2025 sitja:
-
Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, skólastjóri
-
Barbara Ósk Guðbjartsdóttir, fulltrúi leikskólastarfsfólks
-
Hrafnhildur Þorsteinsdóttir, fulltrúi grunnskólakennara
-
Halldóra Halldórsdóttir, fulltrúi annars starfsfólks
-
Björk Ingvarsdóttir, fulltrúi grunnskólaforeldra
-
Elín Ingimundardóttir, fulltrúi leikskólaforeldra
-
Elma Dögg Sigurðardóttir, fulltrúi nemenda
-
Birna Dröfn Vignisdóttir, fulltrúi nemenda
-
Íris Björg Guðbjartsdóttir, fulltrúi nærsamfélagsins
-
Kristrún Lind Birgisdóttir, ráðgjafi starfar með skólaráði/gæðaráði
Ársáætlun innra mats teymis/gæðaráð
Innra mats teymi/gæðaráð er jafnframt skólaráð við leik- og grunnskóla Strandabyggðar
Aug 21, 2024
Innra mat er fagleg ígrundun og greining á gögnum um starfið í leik- og grunnskóla Strandabyggðar sem unnið með skipulögðum hætti. Starfsáætlun þessi er áætlun innra mats teymis um það hvernig teymið vinnur kerfisbundið að því að vinna að umbótum.
Í þessari áætlun er greint frá því hver beri ábyrgð á framkvæmd hvers matsþáttar, tímasetning fundatíma, og úrvinnslu gagna. Allir kennarar skólans eru í innra mats teymi skólans en skólastjórn ber ábyrgð á að framfylgja starfsáætlun innra mats. Skólaráð er í raun gæðaráð skólans en kennarar og skólastjórnendur hafa yfirumsjón og sjá um að allir séu virkir þátttakendur.
Gögn sem nýtt eru við innra mat:
-
Spurninga- og viðhorfskannanir: nemendur, foreldrar, starfsfólk.
-
Matslistar og skráning í matslista um innra mat, stjórnun og faglega forystu og nám og kennslu.
-
Framfarir nemenda (t.d. út frá læsisathugunum, námsmatsskjölum, mati á Askinum)
-
Starfsáætlun skólans og mat á starfsáætlun.
-
Fundargerðir.
-
Ígrundun á kennsluáætlunum.
-
Sjálfsmat og jafningjamat kennara.
-
Ýmis konar skýrslur, t.d. um ákveðin verkefni og innlit í kennslustundir.
-
Niðurstöður rýnihópa.
-
Skólaþing og nemendaþing.
-
Annað.
Í skýrslu um innra mat sem unnin verður í lok skólaársins verður ítarlega gerð grein fyrir framkvæmd og niðurstöðum innra matsins. Við lok starfstíma innra mats teymisins verður starfsáætlun þessi ígrunduð og metin.
Uppfært apríl 2025.