A A A

Valmynd

Innra mats áćtlun og ítarleg viđmiđ

Skólaráð - Gæðaráð sameinaðs skóla í Strandabyggð 
                                    

Lögum samkvæmt er skólaráð samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar ekki um málefni einstakra nemenda, foreldra eða starfsfólks skóla.

 

Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn. Miða skal við að skipað verði í ráðið í upphafi skólaárs í september. 

 

Skólaráð sameinaðs skóla er jafnframt gæðaráð skólans sem fundar sex sinnum yfir skólaárið.

Kosningum skal hagað á eftirfarandi hátt:

  • Skólastjóri situr í skólaráði. 

  • Tveir fulltrúar kennara skulu kosnir á kennara/starfsmannafundi, einn úr grunnskóla  og annar úr leikskóla

  • Einn fulltrúi annars starfsfólks skal kosinn á starfsmannafundi.

  • Tveir fulltrúar foreldra einn úr grunnskóla og annar úr leikskóla skulu kosnir samkvæmt starfsreglum foreldrafélags, sbr. 9. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla.

  • Tveir fulltrúar nemenda skulu kosnir samkvæmt starfsreglum nemendafélags, sbr. 10. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla. 

  • Skólaráð skal sjálft velja einn fulltrúa úr hópi íbúa í grenndarsamfélaginu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra.

Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Varamenn geta tekið sæti í skólaráði á ein­stökum fundum í forföllum aðalmanns. Varamaður tekur fast sæti við varanleg forföll eða missi kjörgengis aðalmanns, nema nýr sé kjörinn eða valinn í hans stað.

Í skólaráði 2024-2025 sitja:

  • Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, skólastjóri

  • Barbara Ósk Guðbjartsdóttir, fulltrúi leikskólastarfsfólks

  • Hrafnhildur Þorsteinsdóttir, fulltrúi grunnskólakennara

  • Halldóra Halldórsdóttir, fulltrúi annars starfsfólks

  • Björk Ingvarsdóttir, fulltrúi grunnskólaforeldra

  • Elín Ingimundardóttir, fulltrúi leikskólaforeldra

  • Elma Dögg Sigurðardóttir, fulltrúi nemenda

  • Birna Dröfn Vignisdóttir, fulltrúi nemenda

  • Íris Björg Guðbjartsdóttir, fulltrúi nærsamfélagsins

  • Kristrún Lind Birgisdóttir, ráðgjafi starfar með skólaráði/gæðaráði

 

Ársáætlun innra mats teymis/gæðaráð
  

Innra mats teymi/gæðaráð er jafnframt skólaráð við leik- og grunnskóla Strandabyggðar

Aug 21, 2024

Innra mat er fagleg ígrundun og greining á gögnum um starfið í leik- og grunnskóla Strandabyggðar sem unnið með skipulögðum hætti. Starfsáætlun þessi er áætlun innra mats teymis um það hvernig teymið vinnur kerfisbundið að því að vinna að umbótum. 

Í þessari áætlun er greint frá því hver beri ábyrgð á framkvæmd hvers matsþáttar, tímasetning fundatíma, og úrvinnslu  gagna. Allir kennarar skólans eru í innra mats teymi skólans en skólastjórn ber ábyrgð á að framfylgja starfsáætlun innra mats. Skólaráð er í raun gæðaráð skólans en kennarar og skólastjórnendur hafa yfirumsjón og sjá um að allir séu virkir þátttakendur. 

Gögn sem nýtt eru við innra mat: 

  • Spurninga- og viðhorfskannanir: nemendur, foreldrar, starfsfólk.

  • Matslistar og skráning í matslista um innra mat, stjórnun og faglega forystu og nám og kennslu. 

  • Framfarir nemenda (t.d. út frá læsisathugunum, námsmatsskjölum, mati á Askinum)

  • Starfsáætlun skólans og mat á starfsáætlun. 

  • Fundargerðir.

  • Ígrundun á kennsluáætlunum.

  • Sjálfsmat og jafningjamat kennara.

  • Ýmis konar skýrslur, t.d. um ákveðin verkefni og innlit í kennslustundir.

  • Niðurstöður rýnihópa.  

  • Skólaþing og nemendaþing.

  • Annað.

Í skýrslu um innra mat sem unnin verður í lok skólaársins verður ítarlega gerð grein fyrir framkvæmd og niðurstöðum innra matsins. Við lok starfstíma innra mats teymisins verður starfsáætlun þessi ígrunduð og metin.

 
Uppfært apríl 2025.

Skilgreining á innra og ytra mati

Mat hefur verið skilgreint sem „ferli sem felur í sér kerfisbundna söfnun upplýsinga sem notaðar eru til að meta gæði þeirrar þjónustu sem veitt er.“1 Í mati felst að það er felldur dómur um gæði út frá skilgreindum viðmiðum. Munurinn á innra og ytra mati hefur með stöðu matsaðila að gera. Séu þeir starfsmenn í skólanum er talað um innra mat, komi þeir að utan er talað um ytra mat. Í innra mati er það skólinn sjálfur sem leitast við að meta starf sitt að hluta eða í heild og starfsfólkið tekur þátt í öllu matsferlinu. Ytra mat beinist að skólanum og skólafólkinu og þátttaka starfsfólks er yfirleitt fyrst og fremst þess eðlis að veita upplýsingar.

INNRA MAT
Grundvallaratriði í innra mati er að það stuðli að umbótum sem bæti skólastarfið og efli skóla- þróun. Mat gefur upplýsingar um hverju þarf að breyta eða bæta til að ná þeim markmiðum sem skólinn hefur sett sér í stefnu skólans. Sú vitneskja nýtist til að skilgreina forgangsverkefni og skipuleggja aðgerðir til að koma á umbótum. Rannsóknir hafa leitt í ljós að innra mat er lykilatriði í framförum og umbótastarfi skóla . Ef innra mati er ekki sinnt sem skyldi er geta skólans til að bæta sig lítil af því að hann þekkir ekki styrkleika sína og veikleika. Ytra mat kemur ekki í stað innra mats af því að forsendur þess að skólinn nýti sér niðurstöður ytra mats til umbóta er að hann hafi áttað sig á styrk- og veikleikum sínum í gegnum innra mat. Því er mikilvægt að leggja áherslu á að efla innri matsmenningu og umbótastarf innan skólanna.

YTRA MAT
Sveitarfélög sinna mati og eftirliti með gæðum skólastarfs og láta ráðuneyti í té upplýsingar um framkvæmd skólahalds, innra mat skóla, ytra mat sveitarfélaga, framgang skólastefnu sinnar og áætlanir um umbætur. Ráðherra er heimilt að fela Menntamálastofnun að taka við upplýsingum samkvæmt þessari grein.
Sveitarfélög skulu fylgja eftir innra og ytra mati þannig að slíkt mat leiði til umbóta í skólastarfi.
Ráðuneyti eða Menntamálastofnun í umboði þess annast greiningu og miðlun upplýsinga um skólahald í grunnskólum á grundvelli upplýsinga frá sveitarfélögum og með sjálfstæðri gagnaöflun. Ráðherra er heimilt að fela Menntamálastofnun að annast verkefni.

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Apríl 2025 »
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nćstu atburđir