A A A

Valmynd

Móttökuáćtlun nýrra nemenda

Móttökuáætlun nýnema úr leikskólanum Lækjarbrekku

 
Nemendur koma úr Leikskólanum Lækjarbrekku í Grunnskólann Hólmavík í amk. 30  kennslustundir á mið – og vorönn. Tímabilinu er skipt upp í 3 lotur. Í fyrstu lotunni hittir hópurinn  umsjónarkennara 1. og 2. bekkjar eina kennslustund í hvert skipti ásamt því að hitta aðra nemendur í frímínútum. Í annarri lotu hittir hópurinn umsjónarkennara og 1. og 2. bekk og eru með þeim í þrjá daga og fá þá líka tíma í listum og íþróttum. Þriðja lota eru tveir heilir dagar í maí

 

Fyrsta lota: Sjö dagar ein kennslustund í senn.  

Önnur lota: Þrír dagar, 3-4 kennslustundir með mat.

Þriðja lota: Tveir heilir dagar, 6 kennslustundir með mat á Café Riis.

 

Að auki verður ein kennslustund í sundi í maí. Tímasetning síðar. Nánari útfærsla er í höndum umsjónarkennara 1. og 2. bekkjar sem annast undirbúning og skipulag heimsókna. Starfsmaður leikskóla fylgir hópnum í fyrstu lotu og er til taks ef á þarf að halda. Mögulegt er að fara með skólabíl frá leikskóla að grunnskóla í annarri og þriðju lotu og starfsmenn leikskóla sjá um nesti þegar lengri loturnar eru.

 

Hópurinn tekst á við skóladaginn eins og hann gæti orðið næsta haust og kynnist flestum verkefnum sem tekist er á við á venjulegum skóladegi svo sem íslensku, stærðfræði, frímínútum, íþróttum og listum.

 

Nemendum leikskólans verður boðið að taka þátt í sérstökum viðburðum grunnskólans eins og litlu jólum, árshátíð, umhverfisdegi og vordegi.

 

Nemendum í 1. bekk grunnskólans verður boðið í heimsókn í leikskólann og taka þátt í starfi leikskólans úti og inni tvo daga að vori.    

 

Móttökuáætlun nemenda úr leikskólanum er endurskoðuð í desember á hverju ári á sameiginlegum fundi skólastjóra leik og grunnskóla, umsjónarkennara í 1. bekk og umsjónarmanni skólahóps og sérkennurum. Þá er farið yfir dagskrána og nýjar dagsetningar sendar til foreldra.

 

Leikskólinn sér um að kynna dagskrána fyrir foreldrum barnanna. Á fundi í janúar er farið yfir niðurstöður prófa og greininga og nemendur kynntir. Ef þurfa þykir eru boðaðir fleiri fundir. Í lok maí er skilafundur með sömu aðilum þar sem starf vetrarins er endurskoðað.

 

Móttökuáætlun nýrra nemenda

Nýir nemendur eru velkomnir. Lögð er áhersla á að nýir nemendur byrji rólega og á eigin forsendum. Þeir hitta skólastjóra og umsjónarkennara, skoða skólann, fara yfir reglur, skráningu í Námfús og fá stundaskrá.

 

Mikilvægt er að aðrir nemendur fái tækifæri til að bjóða nýja nemendur velkomna. Umsjónarkennari undirbýr móttökuna með bekknum. Ekki er síst mikilvægt að undirbúa nemendur vel sé nýr nemendi að bætast í hópinn á miðju ári. Nýir nemendur hitta samnemendur í kennslustund(um) og fara í frímínútur, þeir eru boðnir velkomnir af kennara og bekkjarfélögum.

Foreldrar eru velkomnir allan tímann og lögð er áhersla á að miðla upplýsingum til þeirra. Þetta ferli getur átt sér stað á þremur samliggjandi dögum, lengri eða styttri tíma allt eftir þörfum barnsins. Foreldrar eru hafðir með í ráðum á aðlögunartímanum.

 

 

Móttökuáætlun nemenda með sérþarfir:

Nýir nemendur eru velkomnir.  Lögð er áhersla á að nýir nemendur með sérþarfir  byrji rólega og á eigin forsendum. Þeir hitta skólastjóra og umsjónarkennara skoða skólann, fara yfir reglur, skráningu í Námfús og fá stundaskrá.

 

Foreldrar mæta á fund sérkennara og umsjónarkennara þar sem upplýsingum um þarfir nemandans er miðlað. Eftir þann fund gera sérkennari og umsjónarkennari áætlun um fyrirkomulag kennslu og eftir atvikum er stofnað teymi. Sérkennari sér um stofnun teymis og í teyminu sitja foreldrar, umsjónarkennari og sérkennari og eftir atvikum stuðningsfulltrúi, þroskaþjálfi eða félagsmálastjóri. Meta skal aðstæður í skólanum með það í huga að ryðja burt hindrunum hvort sem þær eru náms- félagslegar eða varða aðgengi.

 

Mikilvægt er að aðrir nemendur fái tækifæri til að bjóða nýja nemendur velkomna. Umsjónarkennari undirbýr móttökuna með nemendahópnum. Nýir nemendur  hitta samnemendur í kennslustund(um) og fara í frímínútur, þeir eru boðnir velkomnir af kennara og bekkjarfélögum.

Foreldrar eru velkomnir allan tímann og lögð er áhersla á að miðla upplýsingum til þeirra. Þetta ferli getur átt sér stað á þremur samliggjandi dögum, lengri eða styttri tíma allt eftir þörfum barnsins. Foreldrar eru hafðir með í ráðum á aðlögunartímanum.

 

Móttökuáætlun nemenda með annað móðurmál

Nýir nemendur með annað tungumál en íslensku eru velkomnir.  Lögð er áhersla á að nýir nemendur með annað móðurmál en íslensku byrji rólega og á eigin forsendum. Þeir hitta skólastjóra og umsjónarkennara skoða skólann, fara yfir reglur, skráningu í Námfús og fá stundaskrá.

 

Mikilvægt er að nemendur með annað tungumál en íslensku og nemendur af erlendu bergi brotnir og fái sambærilegar móttökur og aðrir nýir nemendur. Meta skal aðstæður í skólanum með það í huga að ryðja burt hindrunum hvort sem þær eru náms- félagslegar eða varða aðgengi.

 

Foreldrar mæta á fund sérkennara og umsjónarkennara og sérkennara þar sem upplýsingum um er miðlað. Staða nemanda í íslensku er metin og stuðningur við hann ákveðinn í framhaldi af því. Gerð er áætlun um kennslu í íslensku og eftir atvikum er stofnað teymi.

 

Mikilvægt er að aðrir nemendur fái tækifæri til að bjóða nýja nemendur velkomna. Umsjónarkennari undirbýr móttökuna með nemendahópnum.  Nýir nemendur hitta samnemendur í kennslustund(um) og fara í frímínútur, þeir eru boðnir velkomnir af kennara og bekkjarfélögum.

Foreldrar eru velkomnir allan tímann og lögð er áhersla á að miðla upplýsingum til þeirra. Þetta ferli getur átt sér stað á þremur samliggjandi dögum, lengri eða styttri tíma allt eftir þörfum barnsins. Foreldrar eru hafðir með í ráðum á aðlögunartímanum.

 

Öryggisatriði vegna móttöku nýrra nemenda:

 

Góð samskipti foreldra og skóla eru grundvallaratriði þegar tryggja þarf öryggi barna. Þar sem foreldrar og skóli bera sameiginlega ábyrgð á öryggi barnsins á leið í og úr skóla er mikilvægt að kynna fyrir foreldrum hvaða öryggisreglur gilda í skólanum og hvernig heimilið og skólinn geta hjálpast að við að framfylgja þeim til að tryggja börnum hámarksöryggi. Mikilvægt er að setja upplýsingarnar á heimasíðu skólans og fjalla um öryggismál og viðbragðsáætlanir í skólanámskrá.

 

Eftirfarandi atriði er mikilvægt að kynna fyrir foreldrum nýrra barna við skólann:

  • Reglur skólans.

  • Aðferðir skólans við að tryggja jákvæðan skólabrag og öryggi nemenda.
  • Viðbrögð í skóla ef barn hlýtur minniháttar meiðsli og hvað talin eru minniháttar meiðsli.

  • Viðbrögð í skóla ef barn verður fyrir ofbeldi af einhverju tagi innan eða utan skóla eða hlýtur alvarleg meiðsli á skólatíma.

  • Upplýsingar um nemanda vegna slysa og bráðaveikinda.

  • Tryggingar skólans ef barnið slasast – hver ber kostnað.

  • Þeir ferlar sem unnið er eftir þegar slys verður.

  • Þeir ferlar sem unnið er eftir í kjölfar slyss.

  • Fyrirkomulag öryggismála í skólanum og í öllu starfi hans.

  • Örugg aðkoma gangandi og hjólandi barna að skóla.

  • Öryggi í akstri skólabíla.

  • Örugg aðkoma foreldra sem aka börnum í skóla.

  • Öryggi í ferðalögum skólabarna.

  • Vinnureglur skólans varðandi ofbeldi og einelti.

  • Viðbrögð við náttúruvá – almannavarnir.

  • Starf skólahjúkrunarfræðings – skólaheilsugæslu.

  • Í upphafi hvers skólaárs er mikilvægt að minna foreldra á ákveðin öryggisatriði svo sem öryggi barna á leið í og úr skóla hvort sem þau ganga, hjóla eða eru keyrð í skólann í einkabíl eða í skólabíl.

 

Forsjáraðilar nýrra nemenda verða að gefa skólanum grunnupplýsingar um nemanda vegna slysa eða bráðaveikinda.

  • Nafn barns.

  • Kennitala barns.

  • Er barnið með ofnæmi? Nauðsynlegt er að skrá ofnæmi sem vitað er um.

  • Er barnið, fatlað eða með greindan sjúkdóm? Mikilvægt er að skrá tegund fötlunar, heiti

  • sjúkdóms og nafn læknis sem annast barnið.

  • Tekur barnið lyf að staðaldri? Mikilvægt er að skrá heiti lyfs, magn og tímasetningu inntöku.

  • Skrá ber nöfn foreldra, heimilisfang, heimasíma farsíma, vinnusíma og vinnustað.

  • Nauðsynlegt er að skrá heiti vinnustað og heimilisfang og deild ef um stóran stað er að ræða.

  • Skrá þarf nafn á þeim sem hafa á samband við ef ekki næst í foreldra, heimilisfang símanúmer,

  • vinnusíma og vinnustað.

  • Taka þarf fram ef foreldrar eiga erfitt með að skilja eða tala íslensku og tilgreina móðurmál þeirra.

Uppfært október 2019

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Janúar 2025 »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nćstu atburđir