A A A

Valmynd

Vikan 12. - 16. nóvember

| 16. nóvember 2012

Vikan 12.- 16. nóvember

Mánudagurinn var með eðlilegu sniði. Í stærðfræði voru einhverjir að undirbúa sig fyrir íslenskupróf en aðrir að vinna í 3 eða 4 kafla í stærðfræði. Í íslensku var próf úr lotu þrjú í Skerpu.Eftir prófið hófu nemendur vinnu við lotu 4 eða lögðu lokahönd á lotu 3 því það átti að skila henni í lok tímans. Í ensku var verið að undirbúa sig fyrir dönskupróf. Í náttúrufræði voru nokkrir í prófi og hinir að undirbúa sig fyrir dönskupróf eða vinna í fögum þar sem þeir þurfa að vinna eitthvað aðeins upp.

Á þriðjudeginum var verið að vinna í kafla 2 í Landafræði handa unglingum. Í íslensku voru nemendur að vinna að markmiðum við lotu 4 og að velja sér kjörbók fyrir þá vinnu. Í dönsku var annarpróf. Í ensku voru sumir að undirbúa sig fyrir próf sem einhverja hluta vegna þurfti að færa hjá þeim. Aðrir voru að vinna í ensku málfræðiæfingunum. Í íþróttum var fótbolti.

Á miðvikudag var stærðfræði og upplýsingatækni í fyrstu tveimur tímunum, nemendur vinna á sínum hraða að sínum markmiðum í stærðfræði og í upplýsingatækni voru þau að leggja lokahönd á kynningarbækling. Í þriðja og fjórða tíma var val, sumir fóru í frönsku, leiklist og fleira á meðan sumir voru í eyðu. Í fimmta og sjötta tíma var stærðfræði og upplýsingatækni aftur og var það sama gert og um morguninn.  Í síðasta tíma dagsins var kynning á norrænum rithöfundum sem Kristín Einarsdóttir var með í tilefni norrænu bókasafnsvikunnar.

Á fimmtudag voru foreldraviðtöl, þar sem nemendur mættu í fyrsta skipti með foreldrum sínum í viðtalið.

Á föstudag var kósýdagur. Margir voru mjög þreyttir eftir skemmtilega ferð í Borgarnes á forvarnarball. Í fyrstu tveimur tímunum var verið að lesa eða spila borðspil. Í þriðja og fjórða tíma horfðum við á myndina Cool runnings, eftir myndina voru örlitlar umræður um innihald hennar og hvað hægt er að læra af henni. Í lok dags var síðan spjallað, spilað eða lesið.

Takk fyrir góða viku og hafið það gott um helgina.

Kveðja Ása  

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Desember 2024 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nćstu atburđir