A A A

Valmynd

Menningarferð til Reykjavíkur

| 19. mars 2014
Furðulegt háttalag hunds um nótt
Furðulegt háttalag hunds um nótt
« 1 af 4 »

Þann 6. mars síðastliðinn fóru nemendur 8., 9. og 10. bekkjar í mikla reisu til Reykjavíkur. Ákveðið var að sameina ferð félagsmiðstöðvarinnar Ozon á Samfés þá um helgina og menningarferð unglinganna í Grunnskólanum á Hólmavík og Grunnskólanum á Drangsnesi. Menningarferðin stóð yfir fimmtudaginn 6. mars og þann 7. mars, eða allt þar til Samfés stuðið tók við seinni partinn 7. mars!

Í þessari menningarferð byrjuðum við á því að fara í leikhús á fimmtudeginum. Fyrir valinu varð forsýning leikverksins „Furðulegt háttalag hunds um nótt“ sem sýnt er í Borgarleikhúsinu. Áður en við fengum að njóta sýningarinnar bauð starfsfólk Borgarleikhússins okkur að skoða leikhúsið, þar sem við fengum bókstaflega að „skyggnast á bak við tjöldin“! Bæði sýningin og þessi kærkomna skoðunarferð voru býsna lærdómsrík fyrir unglingana, enda margir þeirra á kafi í leikverksuppsetningu um þessar mundir.

Föstudaginn 7. mars tókum við snemma og hittumst öll á Austurvelli fyrir framan Alþingi Íslendinga. Þar fórum við saman í húsnæði þar sem búið er að setja upp leik sem nefnist Skólaþing, þar sem nemendur eru settir í hlutverk Alþingisfólks og fá að leysa úr krefjandi viðfangsefnum. Sumir voru e.t.v. skeptískir á þennan hluta ferðarinnar, enda algengasta ímynd Alþingis sú að þar séu allir alltaf að rífast og þrátta! En reyndin var sú að flestum fannst þetta skemmtilegt, krefjandi og áhugavert í flesta staði, þrátt fyrir að leikurinn hefði tekið eina 3 klukkustundir! Í kjölfarið fengu nemendur að skoða sjálft Alþingi og kanna aðstæður áður en þau munu sjálfir taka þar við völdum J

Eftir hádegi heimsóttum við Þjóðminjasafn Íslands, þar sem rölt var um sali safnsins, undir leiðsögn Eiríks sem starfaði þar um árabil.

Þegar hér var komið við sögu var ekki laust við að fiðringur hafi verið kominn í nemendur enda Samfésballið og önnur gleði rétt handan við hornið. En þessi menningarferð tókst afar vel, enda er þetta unga Strandafólk hvert öðru frambærilegra og skemmtilegra! Takk fyrir frábæra ferð J

Innkaupalisti 8. og 9. bekkjar 2013 - 2014

| 19. ágúst 2013

Vikan 4. - 8. mars

| 08. mars 2013

Vikan 4. – 8. mars

Mánudagurinn var með eðlilegu sniðu. Fyrir utan það að einungis 8 nemendur mættu, vegna veðurs. Í fyrsta tíma var stærðfræði þar sem hver er að vinna í sínu. Í ensku var hver og einn að vinna í sínu og flestir voru að undirbúa sig fyrir próf. Í íslensku spiluðum við Aliens. Í stærðfræði vorum við í félagshæfnisleikjum ásamt 10. bekk. Í náttúrufræði horfðum við á Duggholufólkið.

Á þriðjudeginum var verið að vinna í Landafræði handa unglingum í samfélagsfræði.  Í dönsku voru nemendur að undirbúa sig fyrir próf. Í íslensku undirbjuggu þau sig fyrir próf.  Í stærðfræði unnu nemendur að markmiðum vikunnar. Í íþróttum var farið í körfubolta og sturtuskotbolta.

Á miðvikudag var frí vegna veðurs.

Á fimmtudag var próf í íslensku í fyrstu tveimur kennslustundunum. Í þriðja og fjórða tíma var samfélagsfræði þar sem nemendur voru að undirbúa sig fyrir prófið sem er á þriðjudaginn næsta. Á bekkjarfundi vorum við að ræða um ákvarðanatöku og mikilvægi þess að setja sér markmið en vera jafnframt tilbúinn til að breyta þeim ef nauðsynlegt reynist. Í íslensku undirbjuggu nemendur sig fyrir dönskupróf. Í íþróttum var verið í leikjum.

Á föstudag var byrjað í íslensku og nemendur undirbjuggu sig fyrir dönskuprófið.  Í enskutímunum var horft á hina klassísku mynd ET. Í dönsku var miðannarpróf og þegar nemendur voru búnir með það nýttu þeir restina af tímanum til að undirbúa sig fyrir enskuprófið sem er á mánudaginn.

Við fengum einnig góða heimsókn í skólann á föstudeginum en þá kom Kolli í heimsókn. Það var gaman að hitta hann og spjalla aðeins við hann.

Takk fyrir góða viku og hafið það gott um helgina.

Kveðja Ása 

 

Vikan 11. - 15. febrúar

| 17. febrúar 2013

Vikan 11.-15. febrúar

Mánudagurinn var með eðlilegu sniðu. Í fyrsta tíma var stærðfræði þar esm hver er að vinna í sínu. Þeir sem voru búnir með kafla 4 tóku próf. Í ensku var farið yfir markmið vikunnar á undan og nemendur leiðréttu hjá sér. Í íslensku voru nokkrir að undirbúa sig fyrir próf en aðrir að vinna við lotu 6. Í stærðfræði var farið yfir hópaverkefnin sem hafa verið unnin síðustu þrjá mánudaga. Í náttúrufræði koma Anna Gunnlaugsdóttir í heimsókn og tók 9. og 10. bekk í fræðslu og á eftir þeim var hún 8. bekk.

 Á þriðjudeginum var verið að vinna í Landafræði handa unglingum í samfélagsfræði.  Í dönsku var bekknum skipt í hópa og þau unnu verkefni upp úr danskri mynd sem hafði verið horft á í vikunni á undan.Í íslensku héldu nemendur áfram að vinna í lotu 6, nokkrir tóku próf og aðrir voru að undirbúa sig fyrir próf. Í stærðfræði unnu nemendur að markmiðum vikunnar. Í íþróttum var farið í blak.

Á miðvikudag var frí hjá nemendum vegna öskudags.

Á fimmtudag var danska í fyrsta tíma þar sem nemendur unnu áfram að hópaverkefninu. Í tjáningu var frí vegna veikinda kennara.  Í samfélagsfræði var unnið í Landafræði handa unglingum. Á bekkjarfundi var rætt um kynlíf. Í íslensku eru nemendur að vinna í lotu 6.  Í íþróttum var farið í þrekþjálfun.

Á föstudag var byrjað í íslensku og þar eru nemendur að vinna vel að markmiðum í lotu 6.  Í ensku var farið yfir verkefni sem nemendur áttu að klára heima úr bókinni Women í black.  Í dönsku var unnið að hópaverkefni.

Ég vil minna á að í næstu viku hefst sundkennsla og verður hún í fimmtudags íþróttatímanum.

Takk fyrir góða viku og hafið það gott um helgina.

Kveðja Ása 

 

 

Vikan 28. - 1. febrúar

| 01. febrúar 2013

Vikan 28. - 1. febrúar

Mánudagurinn var með eðlilegu sniðu. Í fyrsta tíma var stærðfræði þar var bekknum skipt í þriggja og fjögurra manna hópa. Hver hópur glímdi við verkefni úr daglegu lífi, sem henta vel sem þjálfun fyrir PISA könnunina. Tveir hópar unnu með sama verkefnið, þegar nemendur höfðu lokið við að reikna sameinuðust hóparnir tveir og báru saman bækur sínar.  Í ensku var verið að vinna í Action lesbók og vinnubók. Í ensku byrjuðu nemendur á bókinni Woman in black sem á að lesa og vinna verkefni úr á næstu vikum. Í íslensku var lotukönnun 5. Þeir sem höfðu lokið könnuninni fóru að vinna í lotu 6. Í náttúrufræði var verið að ljúka vinnu við kafla 5. Nemendum var skipt í leshópa og þeir lásu saman kafla 5.

  Á þriðjudeginum var verið að vinna sjálfstætt í samfélagsfræði. Í dönsku var unnið í vinnubók og undirbúið sig fyrir munnlegt próf sem verður á föstudegi. Í íslensku er vinna við lotu 6 komin af stað. Í stærðfræði eru nemendur að vinna að markmiðum sínum. Í íþróttum var handbolti.

Á miðvikudag var stærðfræði og upplýsingatækni þar sem nemendur rúlla á milli í þremur hópum. Í náttúrufræði var horft á Frosen planet þar sem að kennari var upptekinn með 10. bekk.

 Á fimmtudag var danska í fyrsta tíma þar sem nemendur unnu í vinnubók. Í tjáningu unnu nemendur í hópavinnu með fréttir.  Í samfélagsfræði var farið í bls. 48-54. Á bekkjarfundi var hugmyndasamkeppni varðandi lóð og listaverk kynnt. Nemendur eru hvattir til að skila inn hugmyndum fyrir 8. Febrúar. Í íslensku eru nemendur að vinna í lotu 6.  Í íþróttum var farið í handbolta og brennibolta.

Á föstudag var byrjað í íslensku og þar eru nemendur að vinna vel að markmiðum í lotu 6.  Í ensku var verið að vinna að ritunarverkefni um Halldór Laxness og í seinni tímanum gerðu nemendur verkefni úr Woman in black. Í dönsku var munnlegt próf og þegar allir höfðu lokið því þá unnu nemendur í vinnubók.  

Takk fyrir góða viku og hafið það gott um helgina.

Kveðja Ása  

Vikan 21. - 25. janúar

| 25. janúar 2013

Vikan 21. - 25. janúar

Mánudagurinn var með eðlilegu sniðu. Í fyrsta tíma var stærðfræði þar var bekknum skipt í þriggja og fjögurra manna hópa. Hver hópur glímdi við verkefni úr daglegu lífi, sem henta vel sem þjálfun fyrir PISA könnunina. Tveir hópar unnu með sama verkefnið, þegar nemendur höfðu lokið við að reikna sameinuðust hóparnir tveir og báru saman bækur sínar.  Í ensku var verið að vinna í Action lesbók og vinnubók. Núna erum við að vinna með frægt fólk, í þessari viku erum við að vinna með Marie Curie, Móðir Theresu, Díönu prinsessu og Audrey Hepburn.  Í íslensku fór 8. bekkur með Ásu inn í setustofu þar sem farið var yfir verkefnið sem þau áttu að skila og horft á leikrit um Hrafnkelssögu.  9. bekkur var með Möllu í stofunni þar sem 10 voru í námstæknifræðslu og 6 að vinna í Skerpu verkefnum á vefnum. Í náttúrufræði var fjallað um kafla 5.2 og 5.3 og sjálfspróf gerð.

  Á þriðjudeginum var farið í bls. 45 – 47 í samfélagsfræði. Í dönsku var unnið í vinnubók og gerðar hlustunaræfingar. Í íslensku eru nemendur að leggja lokahönd á lotu 5 og gengur sú vinna vel. Í stærðfræði er verið að vinna í kafla 4. Íþróttatíminn féll niður vegna fjarveru kennara.

Á miðvikudag var stærðfræði og upplýsingatækni þar sem nemendur rúlla á milli í þremur hópum. Í náttúrufræði er verið að vinna í kafla 5.

Á fimmtudag var danska í fyrsta tíma þar sem nemendur unnu í vinnubók. Í tjáningu skiluðu nemendur viðtalsverkefninu. Í samfélagsfræði var farið í bls. 48-54. Á bekkjarfundi horfðum við á kastljósþátt úr liðinni viku þar sem tekið var viðtöl við tvö fórnarlömd kynferðislegs ofbeldis. Í íslensku eru nemendur að vinna í lotu 5 og margir hafa lokið þeirri vinnu. Í íþróttum var farið í handbolta og brennibolta.

Á föstudag var byrjað í íslensku og þar eru nemendur að vinna vel að markmiðum í lotu 5, þeir sem höfðu lokið þeirri vinnu tóku próf úr lotunni.  Í ensku var verið að vinna að markmiðum vikunnar og síðan var sagnapróf. Í dönsku var unnið í vinnubók.

Takk fyrir góða viku og hafið það gott um helgina.

Kveðja Ása  

Vikan 14. - 18. janúar

| 18. janúar 2013

Vikan 14. – 18. janúar

Mánudagurinn var með eðlilegu sniðu. Í fyrsta tíma var stærðfræði þar sem nemendur hafa verið að vinna að markmiðum sínum í kafla 3 ( 8. bekkur ) og kafla 4 ( 9. bekkur ). Í ensku var verið að vinna í Action lesbók og vinnubók. Núna erum við að vinna með frægt fólk og þar er meðal annars talað um Björk Guðmundsdóttur. Í íslensku fór 8. bekkur með Ásu inn á bókasafn þar sem verkefnið sem þau áttu að skila var skoðað. Eftir yfirferð var unnið í lotu 5 í Skerpu. 9. bekkur var með Möllu í stofunni að vinna í lotu 5 og var að flytja söguna sem átti að vera búið að gera heima. Í náttúrufræði var byrjað á því að lesa fyrir prófið og þegar klukkutími var eftir var prófið tekið.

  Á þriðjudeginum var próf í samfélagsfræði úr bls. 14-36. Í dönsku var unnið í vinnubók að markmiðum vikunnar sem eru að klára niður bls. 39. Í íslensku unnu nemendur áfram í lotu 5 í Skerpu. Í stærðfræði unnu nemendur að markmiðum vikunnar. Í íþróttum var farið í dodgeball.

Á miðvikudag var stærðfræði og þar sem nemendur voru að vinna að markmiðum sínum í stærðfræði. Klukkan 11:00 mættum við út á skólavöll og tókum þátt í snjóskúlptúrakeppni. Eftir hádegi var náttúrufræði þar sem við byrjuðum að fara í kafla 5 í Maður og náttúra.

Á fimmtudag var danska í fyrsta tíma þar sem nemendur unnu að markmiðum vikunnar. Í kennslustund tvö var tjáning, þar sm nemendur voru að vinna í verkefnum sem á að skila á næsta fimmtudag.  Í þriðja og fjórða tíma var samfélagsfræði þar sem farið var yfir bls. 36-41. Á bekkjarfundi vorum við að spjalla um daginn og veginn. Í íslensku héldu nemendur áfram að vinna í lotu 5. Í íþróttum var farið í Dodgeball og Starwars.

Á föstudag var byrjað í íslensku og þar eru nemendur að vinna vel að markmiðum í lotu 5. Í ensku var unnið með ákveðinn og óákveðinn greinir. Í dönsku var unnið í hlustunaræfingum.  Í ensku var verið að vinna að markmiðum vikunnar.

Takk fyrir góða viku og hafið það gott um helgina.

Kveðja Ása  

Vikan 7. - 11. janúar

| 11. janúar 2013

Vikan 7. – 11. janúar

Mánudagurinn var með eðlilegu sniði fyrir utan mikla þreytu eftir jólafrí. Í stærðfræði voru nemendur að spila og spjalla um jólafríið. Í ensku var verið að lesa í Action bls. 94-97. Einnig var farið í eintölu og fleirtölu orða. Í íslensku fengu nemendur afhenta kennsluáætlun fyrir lotu 5 í Skerpu og hófu vinnu sína við lotuna. Í seinni stærðfræðitíma dagsins voru nemendur að vinna í hópum þar sem þau áttu að skilgreina hvað undirstöðustærðfræðiaðferðirnar eru og hvaða orð og merki eru notuð fyrir þau. Í náttúrufræði var kafli 4 kláraður. Við áttum eftir síðustu tvo undirkaflana í kafla 4.

Á þriðjudeginum var verið að vinna í bls. 14- 36 í Landafræði handa unglingum. Í dönsku var unnið í vinnubók að markmiðum vikunnar sem voru að klára niður bls. 34. Í íslensku unnu nemendur áfram í lotu 5 í Skerpu. Í stærðfræði kláruðu nemendur að gera veggspjald með niðurstöðum hópavinnunnar frá deginum áður. Í íþróttum var verið í fótbolta og skotbolta.

Á miðvikudag var stærðfræði og upplýsingatækni þar sem nemendur voru að vinna að markmiðum sínum í stærðfræði og að upplýsingastreymi í upplýsingatækni. Þetta sama á síðan við fyrir seinni tvo tímana í  þessum fögum. Eftir hádegi var náttúrufræði þar sem við vorum að skoða í smásjá blóðið úr okkur sjálfum.

Á fimmtudag var danska í fyrsta tíma þar sem nemendur unnu að markmiðum vikunnar. Í kennslustund tvo var tjáning. Í þriðja og fjórða tíma var samfélagsfræði þar sem nemendur fóru í spurningakeppni úr efni kaflans sem verður prófað úr. Á bekkjarfundi vorum við að spjalla um daginn og veginn. Í íslensku héldu nemendur áfram að vinna í lotu 5. Í íþróttum var verið að undirbúa íþróttahátíð.

Á föstudag var byrjað í íslensku og þar eru nemendur að vinna vel að markmiðum í lotu 5. Í ensku var unnið að því að klára markmið vikunnar og endað á hlustun. Í dönsku var unnið að því að klára markmið vikunnar og það tókst hjá öllum. Í ensku var ritunaræfing eftir upplestri og í lok tímans var sagnapróf.

Takk fyrir góða viku og hafið það gott um helgina.

Kveðja Ása  

Vikan 12. - 16. nóvember

| 16. nóvember 2012

Vikan 12.- 16. nóvember

Mánudagurinn var með eðlilegu sniði. Í stærðfræði voru einhverjir að undirbúa sig fyrir íslenskupróf en aðrir að vinna í 3 eða 4 kafla í stærðfræði. Í íslensku var próf úr lotu þrjú í Skerpu.Eftir prófið hófu nemendur vinnu við lotu 4 eða lögðu lokahönd á lotu 3 því það átti að skila henni í lok tímans. Í ensku var verið að undirbúa sig fyrir dönskupróf. Í náttúrufræði voru nokkrir í prófi og hinir að undirbúa sig fyrir dönskupróf eða vinna í fögum þar sem þeir þurfa að vinna eitthvað aðeins upp.

Á þriðjudeginum var verið að vinna í kafla 2 í Landafræði handa unglingum. Í íslensku voru nemendur að vinna að markmiðum við lotu 4 og að velja sér kjörbók fyrir þá vinnu. Í dönsku var annarpróf. Í ensku voru sumir að undirbúa sig fyrir próf sem einhverja hluta vegna þurfti að færa hjá þeim. Aðrir voru að vinna í ensku málfræðiæfingunum. Í íþróttum var fótbolti.

Á miðvikudag var stærðfræði og upplýsingatækni í fyrstu tveimur tímunum, nemendur vinna á sínum hraða að sínum markmiðum í stærðfræði og í upplýsingatækni voru þau að leggja lokahönd á kynningarbækling. Í þriðja og fjórða tíma var val, sumir fóru í frönsku, leiklist og fleira á meðan sumir voru í eyðu. Í fimmta og sjötta tíma var stærðfræði og upplýsingatækni aftur og var það sama gert og um morguninn.  Í síðasta tíma dagsins var kynning á norrænum rithöfundum sem Kristín Einarsdóttir var með í tilefni norrænu bókasafnsvikunnar.

Á fimmtudag voru foreldraviðtöl, þar sem nemendur mættu í fyrsta skipti með foreldrum sínum í viðtalið.

Á föstudag var kósýdagur. Margir voru mjög þreyttir eftir skemmtilega ferð í Borgarnes á forvarnarball. Í fyrstu tveimur tímunum var verið að lesa eða spila borðspil. Í þriðja og fjórða tíma horfðum við á myndina Cool runnings, eftir myndina voru örlitlar umræður um innihald hennar og hvað hægt er að læra af henni. Í lok dags var síðan spjallað, spilað eða lesið.

Takk fyrir góða viku og hafið það gott um helgina.

Kveðja Ása  

Enska - námsefni og áherslur.

| 15. október 2012
Kæru nemendur og foreldrar.

Nú hafa nemendur verið að vinna með lesefnið Action í ensku og unnið vinnubók A með (græna heftið). Námsefnið er fjölbreytt og gott en nú ætlum við að taka tímabil þar sem við leggjum meiri áherslu á málfræði.

Í dag frá nemendur með sér heim lítið heftir sem inniheldur 113 óreglulegar enskar sagnir. Á hverjum þriðjudegi verður sagnapróf úr tíu sögnum í einu, nánar skilgreint í heimavinnuáætlun bekkja á Mentor. Einnig eru nokkrar gagnlegar málfræðiglósur sem við munum vinna með á hverjum mánudegi sem innlögn á töflu. T.d. í dag verður farið yfir óákveðinn greini og ákveðinn greini.

Nemendur vinna svo með enskar málfæðiæfingar, bækur A, B og C. Eftir hvern kafla eða viðfangsefni í bókinni taka nemendur stöðupróf sem kennarar fara yfir, meta stöðuna og framhaldið út frá því. Hver og einn fær viðfangsefni eftir getu og við hæfi hvers og eins.

Haustannarprófið í ensku verður svo úr Action lesbók og vinnubók A ásamt málfræðiprófi úr þeim sögnum og því námsefni sem nemendur hafa unnið. Prófið verður líklega þriðjudaginn 6. nóvember og fá nemendur áherslulista og lesefni með sér heim í vikunni áður.

Endilega hafið samband ef eitthvað er óskýrt.

Bestu kveðjur,
Ása og Hildur
Fyrri síða
1
2Næsta síða
Síða 1 af 2
Eldri færslur

Bekkjavefir

Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Næstu atburðir