Vikan 14. - 18. janúar
Vikan 14. – 18. janúar
Mánudagurinn var með eðlilegu sniðu. Í fyrsta tíma var stærðfræði þar sem nemendur hafa verið að vinna að markmiðum sínum í kafla 3 ( 8. bekkur ) og kafla 4 ( 9. bekkur ). Í ensku var verið að vinna í Action lesbók og vinnubók. Núna erum við að vinna með frægt fólk og þar er meðal annars talað um Björk Guðmundsdóttur. Í íslensku fór 8. bekkur með Ásu inn á bókasafn þar sem verkefnið sem þau áttu að skila var skoðað. Eftir yfirferð var unnið í lotu 5 í Skerpu. 9. bekkur var með Möllu í stofunni að vinna í lotu 5 og var að flytja söguna sem átti að vera búið að gera heima. Í náttúrufræði var byrjað á því að lesa fyrir prófið og þegar klukkutími var eftir var prófið tekið.
Á þriðjudeginum var próf í samfélagsfræði úr bls. 14-36. Í dönsku var unnið í vinnubók að markmiðum vikunnar sem eru að klára niður bls. 39. Í íslensku unnu nemendur áfram í lotu 5 í Skerpu. Í stærðfræði unnu nemendur að markmiðum vikunnar. Í íþróttum var farið í dodgeball.
Á miðvikudag var stærðfræði og þar sem nemendur voru að vinna að markmiðum sínum í stærðfræði. Klukkan 11:00 mættum við út á skólavöll og tókum þátt í snjóskúlptúrakeppni. Eftir hádegi var náttúrufræði þar sem við byrjuðum að fara í kafla 5 í Maður og náttúra.
Á fimmtudag var danska í fyrsta tíma þar sem nemendur unnu að markmiðum vikunnar. Í kennslustund tvö var tjáning, þar sm nemendur voru að vinna í verkefnum sem á að skila á næsta fimmtudag. Í þriðja og fjórða tíma var samfélagsfræði þar sem farið var yfir bls. 36-41. Á bekkjarfundi vorum við að spjalla um daginn og veginn. Í íslensku héldu nemendur áfram að vinna í lotu 5. Í íþróttum var farið í Dodgeball og Starwars.
Á föstudag var byrjað í íslensku og þar eru nemendur að vinna vel að markmiðum í lotu 5. Í ensku var unnið með ákveðinn og óákveðinn greinir. Í dönsku var unnið í hlustunaræfingum. Í ensku var verið að vinna að markmiðum vikunnar.
Takk fyrir góða viku og hafið það gott um helgina.
Kveðja Ása