Vikan 17. - 21. september
Mánudagurinn byrjaði á stærðfræði þar sem nemendur unnu að markmiðum vikunnar. Í þriðja og fjórða tíma var íslenska. Þar unnu nemendur að markmiðum sínum. Í ensku voru bls. 59 - 64 lesnar og glósðar, einnig voru verkefni í vinnubók unnin. Í náttúrufræði var horft á mynd um dýr með kalt blóð.
Á þriðjudag var samfélagsfræði í fyrstu tveimur tímunum, 9. bekkur er að vinna í efnahagskerfinu. 8. bekkur hefur verið að vinna með menningu á Íslandi. Í íslensku eru allir að vinna í Skerpu á sínum hraða og vinna að markmiðum sínum. Í dönsku var unnið í vinnubók með start bókinni. Nemendur voru að vinna blaðsíður 64 -67. Í ensku var unnið að áætlunum vikunnar sem voru gefin á mánudegi, þeir sem voru fljótir að klára lásu í enskri frjálslestrarbók. Dagurinn endaði ííþróttum, þar sem farið var í handbolta.
Á miðvikudag var stærðfræði og upplýsingamennt fyrstu tvo tímana og síðan aftur í síðasta tíma fyrir mat og fyrsta tíma eftir mat. Var bekknum skipt upp í tvo hópa þar sem annar hópurinn vann í upplýsingamennt hjá Arnari og hinn hópurinn vann í stærðfræði hjá afleysingakennara þar sem Ása sat yfir samræmdu prófi. Í upplýsingamennt var skipulagsbókin ljósrituð og afhent. Dagurinn endaði í náttúrufræði þar sem nemendur gerðu sjálfspróf 2.3.
Á fimmtudag var danska í fyrsta tíma þar sem unnið var í bls. 67-74. Síðan var tjáning þar sem nemendur fluttu ljóð. Í þriðja og fjórða tíma var samfélagsfræði þar sem haldið var áfram vinnu við sömu viðfangsefni og á þriðjudeginum. Í síðasta tíma fyrir mat var bekkjarfundur, sem var mjög stuttur að þessu sinni vegna samræmda prófa og fórum við út í góða veðrið. Eftir hádegið var íslenska þar sem nemendur unnu að markmiðum sínum og þau enduðu daginn í íþróttum þar sem farið var í handbolta.
Á föstudag var íslenska þar sem unnið var að markmiðum í Skerpu. Í stærðfræði var unnið að markmiðum. Flestir eru vel staðsettir samkvæmt áætlun en þó eru nokkrir sem þurfa að taka sig á til að lenda ekki í tímaþröng. Í dönsku var unnið í vinnubók sem var kláruð. Í síðasta tíma var stærðfræði þar sem nemendur unnu að markmiðum sínum.
Takk fyrir góða viku og eigið góða helgi.
Kveðja Ása