Umhverfis- og skipulagsnefnd 12. apríl 2012
Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 12. apríl 2012 kl. 16:00 á skrifstofu sveitarfélagsins. Fundinn sátu: Jón Gísli Jónsson formaður, Hafdís Sturlaugsdóttir, Ingibjörg Emilsdóttir, Stefán Jónsson, Valgeir Örn Kristjánsson og Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi sem ritaði fundargerð.
Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:
1. Vélaskemma Þorpum.
Borist hefur erindi frá Birni Halldóri Pálssyni þar sem óskað er eftir leyfi til að gera breytingu á vélaskemmu á Þorpum. Breytingin felur í sér að settir verða gluggar og gönguhurð á skemmuna samkvæmt meðfylgjandi teikningu.
Erindið samþykkt.
2. Lækjartún 23.
Erindi frá Einari Hákonarsyni Lækjartúni 23 þar sem hann óskar eftir leyfi til að byggja tvö opin skýli við húsið, við vesturgafl og suðurhlið. Gert er ráð fyrir að reisa skýlin úr timbri með bárulöguðum trefjaplötum sem hleypa ljósi í gegn á þökum.
Erindið samþykkt.
3. Kálfanes 1.
Umsókn frá Atla Má Atlasyni um leyfi til að reisa skemmu í landi Kálfaness 1. Skemman er úr stálgrind klædd með stálklæðningu að utan og kemur í stað gamalla útihúsa sem skemmdust í hvassviðri fyrir nokkrum árum. Meðfylgjandi eru teikningar af skemmunni.
Erindið samþykkt með fyrirvara um að umsækjandi kannaði hvort fornminjar finnist á byggingarstaðnum.
4. Umsókn um lóðir.
Umsókn frá Leigubæ ehf. um lóðir fyrir byggingu á leiguíbúðum. Sótt er um eina eða fleiri lóðir við Skólabraut og Miðtún.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að Leigubæ ehf. verði úthlutað lóðum nr. 9 og 15 til 17 við Miðtún samkvæmt gildandi skipulagi. Ekki er hægt að úthluta lóðum við Skólabraut þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
5. Önnur mál
a) Brunnagata 7.
Erindi frá Þorsteini Sigfússyni þar sem hann óskar eftir afnotum af lóðinni við Brunnagötu 7 til geymslu á hjólhýsi lýkt og síðasta sumar.
Erindið samþykkt. Fyrirvari gerður um að lóðin verði rýmd komi til þess að henni verði úrhlutað til bygginga.
b) Sumarhús við Þverárvirkjun.
Umsókn frá Orkubúi Vestfjarða um leyfi til stækkunar á sumarhúsinu Orkuseli við Þverárvirkjun og breytinga á núverandi sólstofu.
Erindið samþykkt.
c) Leið ehf. skilti vegna bílfars.
Erindi frá Leið ehf. þar sem fjallað er um uppsetningu skilta fyrir þá sem óska eftir eða vilja bjóða far með bíl.
Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur undir áhuga Leiðar ehf. um uppsetningu skilta en telur að samráð þurfi að hafa við Vegagerðina með staðsetningu þeirra.
d) Sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi.
Lögð fram niðurstaða Skipulagsstofnunar þar sem fram kemur að hún telur að áætlað 7000 tonna sjókvíaeldi Hraðfrystihússins Gunnvarar hf. skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Erindið kynnt.
e) Umhverfisátak í Strandabyggð.
Lögð fram tillaga sveitarstjóra um skipulag og tímasetningu hreinsunarátaks í Strandabyggð sumarið 2012.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir framkomið skipulag.
f) Umhirðuplan.
Tekin fyrir tillaga að umhirðuplani fyrir trjágróður á Hólmavík sumarið 2012.
Umhirðuplanið samþykkt.
g) Umsögn um breytingu á rekstrarleyfi.
Beiðni frá Sýslumanni vegna umsagnar á breytingu rekstrarleyfis fyrir Finna Hótel Borgabraut 4.
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytt rekstrarleyfi.
h) Vesturtún 2.
Erindi frá Jóhanni L. Jónssyni þar sem hann óskar eftir leyfi til að loka sólpalli við íbúðarhúsið við Vesturtún 2.
Erindi samþykkt.
i) Veiðihús við Krossá.
Erindi frá Jóhanni L. Jónssyni þar sem hann fyrir hönd Veiðifélags Krossár sækir um leyfi til að klæða veiðihúsið með standandi stálklæðningu í stað liggjandi timburklæðningar.
Erindi samþykkt.
j) Umferðarsamþykkt.
Umhverfis- og skipulagsnefnd óskar eftir upplýsingum um stöðu mála varðandi umferðarsamþykkt fyrir Strandabyggð.
k) Kosning varaformanns.
Valgeir Örn Kristjánsson kosinn varaformaður Umhverfis- og skipulagsnefndar.
Jón Gísli Jónsson
Hafdís Sturlaugsdóttir
Ingibjörg Emilsdóttir
Stefán Jónsson
Valgeir Örn Kristjánsson