A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fræðslunefnd 29. mars 2012

Fundur haldinn í fræðslunefnd á skrifstofu Strandabyggðar þann 29. mars 2012 og hófst hann kl. 14:00. Mættir eru Ingibjörg Benediktsdóttir sem ritar fundargerð, Steinunn Þorsteinsdóttir, Ragnar Bragason,Guðrún Guðfinnsdóttir. Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir leikskólastjóri, Ragnheiður Birna Guðmundsdóttir fulltrúi foreldra, Hlíf Hrólfsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóla.


1. Húsnæðismál leikskólans Lækjarbrekku, erindi frá Ingibjörgu Ölmu Benjamínsdóttur
2. Brunavarnir leikskólans Lækjarbrekku
3. Önnur mál leikskóla

4. 1.2.3. fundargerðir skólaráðs
5. Erindisbréf fræðslunefndar
6. Stofnun framhaldsdeildar, erindi frá Ingibjörgu Valgeirsdóttur
7. Sameining Grunn og tónskóla. Erindi frá Bjarna Ómari Haraldssyni og Hildi Guðjónsdóttur

8. Önnur mál

Þá er gengið til dagskrár:


1. Húsnæðismál leikskólans Lækjarbrekku. Erindi frá Ingibjörgu Ölmu Benjamínsdóttur.

Fræðslunefnd tekur undir bréf Ingibjargar Ölmu og ýtrekar við sveitarstjórn að býn nauðsyn er að stækka húsakosti leikskólans sem fyrst. Ingibjörg bendir á að allar þessar breytingar séu bundnar við lög og reglugerðir og látum við bréf hennar ásamt fylgigögnum fylgja fundargerðinni.

Fræðslunefnd vill þakka Ingibjörgu Ölmu fyrir vel unnið erindi.
   

2. Brunavarnir leikskólans Lækjarbrekku

Í leikskólanum er ekki til skrifleg rýmingaráætlun. Það eru merkingar í öllum rýmum um útgönguleiðir en það þarf að uppfæra eftir breytingarnar í sumar. Krafa er um að brunaæfingar skuli vera einu sinni til tvisvar á ári og mun leikskólastjóri fylgja því eftir.

  
3. Önnur mál leikskóla

a) Rætt var um heilsueflingu sem verður á dagskrá í september á þessu ár og ætlar Leikskólinn Lækjarbrekka að taka þátt.


b) Starfsmenn benda á að í vetur þegar mikil ófærð var leikskólinn opin en ekki var fært fyrir starfsfólkið og ekki starfsmaður í húsinu fyrr en kl ellefu. Starfsmenn telja að það þurfi skýrari reglur þegar óveður og ófærð er mikil. Einnig hvort ekki megi loka leikskólanum eins og gert í grunnskólnum og hvort slíkar lokanir mættu fylgjast að.


c) Söltun hefur verið ábótavant í vetur. Það hefur ekki verið gert nógu snemma á morgnana og bílaplan hefur ekki verið næganlega saltað.


Umræðum um leikskólamáal lokið. Fulltrúar leikskólans víkja af fundi.

 

4. 1.2.3. fundargerðir skólaráðs

Fundargerðir skólaráðs lagðar fram til kynningar.


Vegna lið 1 c) í 2. Fundargerð skólaráðs beinir Fræðslunefnd til sveitastjórnar að nauðsynlegt er að endurnýja húsbúnað nemenda, þá sérstaklega í eldri deildum.

Fræðslunefnd vill taka fram vegna 2. Fundargerðar lið 1. d) er varðar skólalóð, að árið 2008 var stofnaður vinnuhópur sem í voru fulltrúi nemenda, fulltrúi kennara, fulltrúi sveitarstjórnar og fulltrúi skólanefndar. Var öll lóð Grunnskólans teiknuð upp og gerð skýrsla sem send var á sveitarstjórn og hvetjum við sveitarstjórn til að vinna með þær hugmyndir sem þar voru lagðar fram.


5. Erindisbréf fræðslunefndar

Áfram var unnið að erindisbréfi fræðslunefndar


6. Stofnun framhaldsdeildar. Erindi frá Ingibjörgu Valgeirsdóttur, sveitarstjóra

Fræðslunefnd fagnar áformum um stofnun framhaldsdeildar á Hólmavík.
 

7. Sameining Grunn- og tónskóla. Erindi frá Bjarna Ómari Haraldssyni og Hildi Guðjónsdóttur

Fræðslunefnd hvetur sveitarstjórn til að hefja vinnu við sameiningu skólanna í samráði við skólastjórnendur.


8. Önnur mál

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:35

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón