A A A

Valmynd

1. fundur Skólaráđs

| 26. október 2011
Skólaráð Grunnskólans á Hólmavík hélt sinn fyrsta fund á þessu skólaári fimmtudaginn 20. október s.l. Skólaráð er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélagsins um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar t.d. um skóladagatal, skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun og aðrar áætlanir sem gerðar eru um skólastarfið. Skólaráð fær til  umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar sem kunna að verða á skólahaldi og starfsemi skólans áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist einnig almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda.

Nýjir fulltrúar í Skólaráði eru Margrét Vera Mánadóttir sem er nýr fulltrúi nemenda og tekur hún við keflinu af Arnóri Jónssyni sem útskrifaðist frá skólanum vorið 2011 og nýr fulltrúi kennara, Jóhanna Ása Einarsdóttir, kemur inn í ráðið í stað Hrafnhildar Guðbjörnsdóttur.

Á þessum fyrsta fundi sínum samþykkti Skólaráð funda- og starfsáætlun fyrir skólaárið 2011 - 2012. Á fundinum var einnig rætt um þá reynslu sem komin er á Skjatta, áformakerfið sem tekið var upp í haust og stöðu heimanáms í nýjum áherslum í skólastarfinu. Mikilvægustu málin sem lágu fyrir fundinum sneru annarsvegar að breytingum sem gerðar hafa verið til samræmingar á öllu námsmati skólans og hinsvegar að endurskrifaðri Skólanámskrá Grunnskólans, en skólastjórnendum er skylt að leggja skólanámskrá fyrir Skólaráð til umsagnar á hverju skólaári og kynna hana fyrir aðilum skólasamfélagsins. Skólanámskráin hefur verið í endurskoðun frá því nýjir skólastjórnendur tóku við skólanum haustið 2010. Skólanámskráin verður  kynnt skólasamfélaginu um leið og Skólaráð og Fræðslunefnd Strandabyggðar hafa lokið lögbundnu umsagnarferli.

Upplýsingar um Skólaráð, fundargerðir o.fl. má nálgast á heimasíðu skólans undir tenglinum Skólaráð á vefslóðinni: http://www.strandabyggd.is/skolarad/

 

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Desember 2024 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nćstu atburđir