A A A

Valmynd

Litlu jól, stofujól, jólafrí og upphaf skóla 2024.

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 19. desember 2023
Litlu jól, stofujól, jólafrí og upphaf skóla 2024.

19. desember - Litlu jól í félagsheimili klukkan 13:00-15:00. Leikin og sungin atriði verða á sviði og gengið í kringum jólatréð og sungin jólalög. Jólasveinarnir mæta. Auk þess er uppstillt sýning á líkönum og niðurstöðum skólaþings úr verkefni um Draumaskólann og tækifæri gefst til að kynnast hugmyndum nemenda. Skólaakstur verður að loknum litlu jólum klukkan 15:00. Frístund tekur þátt í litlu jólum til 15:00. Öll velkomin á litlu jólin. 
20.desember - Stofujól klukkan 11:00 - 12:00. Hvert stig heldur stofujól á sínum stað, umsjónarkennarar hafa sent út nánari tilhögun. Að stofujólum loknum hefst jólafrí nemenda.

3. janúar 2024 hefst kennsla að loknu jólafríi, skv. stundaskrá.

Starfsfólk Grunnskóla óskar ykkur öllum gleði, friðar og góðra stunda um jól.

Skólastarf: Auglýsingar og nýtt starfsfólk

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 08. nóvember 2023

Talsvert hefur verið um starfsauglýsingar frá Leik-, Grunn- og Tónskóla á Hólmavík og tengdri starfsemi þetta haustið eins og þið hafið væntanlega orðið vör við. Nú munum við gera hlé á auglýsingum fram yfir áramót en bjóðum alla sem hafa bæst í hópinn velkomin til starfa. Að sama skapi þökkum við þeim sem hafa látið af starfi kærlega fyrir samstarfið.

Raimonda Serekaité og Sigrún María Kolbeinsdóttir hafa tekið að sér mötuneyti leik- og grunnskólans. Þær elda í félagsheimilinu og þar er maturinn borinn fram.
Barbara Ósk Guðbjartsdóttir hefur verið ráðin tímabundið í starf að jöfnu hlutfalli þroskaþjálfa og deildarstjóra í leikskólanum. Samanta Pole og Þórey Hekla Ægisdóttir hafa verið ráðnar í starf við leikskólann. Sigurlaug Stefánsdóttir hefur verið ráðin til starfa í mötuneyti leikskólans og Petra Ivanc í ræstingar.
Íris Björg Guðbjartsdóttir og Unnsteinn Árnason eru verktakar í skólaakstri frá ágúst sl.
Vera Ósk Steinsen hefur boðist til að leysa tímabundið starf tónlistarkennara í tónskólanum og mun kenna í hlutastarfi einn dag í viku.
Margir hafa komið að mönnun frístundar í 1.-4. bekk sem heldur úti starfsemi fjóra daga í viku, frá mánudegi til fimmtudags klukkan 13:30-16:00. Guðmundur Björn Sigurðsson starfsmaður leikskólans hefur gengið til liðs við frístundina líka og frá hausti hefur Kristín Anna Oddsdóttir starfað í frístund tvo daga í viku.
Að frístundastarfinu koma að auki Umf. Geislinn sem heldur úti æfingum tvo daga í viku og Félagsmiðstöðin sem er opin tvo daga í viku.  Þá tók Grunnskólinn að sér að halda leikjanámskeið opið öllum nemendum í 1.-4. bekk á föstudögum frá 13:30-14:30, í umsjón Halldóru Halldórsdóttur.

Kennsla fer nú fram á þremur stöðum, í félagsheimili er unglingastigið 7.-10. bekkur í kennslustofu í salnum, þar er líka mötuneytið í eldhúsi og anddyri og tónskólinn og bókasafnið í herbergum á bak við sviðið. Í Hnyðju á neðstu hæð Þróunarseturs er miðstigið 4.-6. bekkur og í Vallarhúsi á körfuboltavellinum við skólann er yngsta stigið 1.-3. bekkur.
Unnið er að endurgerð yngri hluta skólans en búið að opna anddyri gamla skólans og loka þaðan inn á ganginn. Þar hafa verið settar upp skrifstofur og fundaherbergi fyrir sérkennara og skólastjóra. 
 

Stuđningsfulltrúi óskast

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 16. ágúst 2023
Grunnskólinn á Hólmavík auglýsir starf stuðningsfulltrúa í grunnskóla og frístund.
Leitað er að einstaklingi til að vinna með nemanda eða nemendum og styðja og fylgja þeim eftir í skipulögðu starfi á fjölbreyttan og skapandi hátt.  

Grunnskólinn Hólmavík tilheyrir sameinuðum leik-, grunn- og tónskóla í Strandabyggð og starfar samkvæmt lögum og reglugerðum um grunnskóla og leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá grunnskóla og stefnu skólans. 
Uppeldisstefnan er jákvæður agi, lögð er áhersla á leiðsagnarnám og þemabundin verkefni.

Menntunar og hæfniskröfur:

• Góð íslenskukunnátta

• Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum

• Jákvæðni, frumkvæði og góður samstarfsvilji

• Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum

• Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum

• Reglusemi og samviskusemi

• Hreint sakavottorð

Laun eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar.

Umsóknarfrestur er til og með 21. ágúst 2023 og viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Upplýsingar veitir skólastjóri Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skolastjori@strandabyggd.is
Umsóknum ásamt ferilskrá skal skila á netfang skolastjori@strandabyggd.is

Laust starf viđ Grunnskólann á Hólmavík

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 21. júlí 2023


Þroskaþjálfi/iðjuþjálfi

 

Þroskaþjálfi/iðjuþjálfi óskast til starfa með nemendum og stoðþjónustu Grunnskólans á Hólmavík. Um er að ræða tímabundið starf skólaárið 2023-2024. Starfshlutfall 100%.

 

Grunnskólinn á Hólmavík er sameinaður tón-, leik. og grunnskóli með um 45 nemendur í grunnskóla og 20 nemendur í leikskóla. Áhersla er á fjölbreytta kennsluhætti, leiðsagnarnám, jákvæðan aga og þemabundin verkefni í lotum.

 

Helstu verkefni:

  • Að veita nemendum með sérþarfir leiðsögn og stuðning.
  • Að halda utan um og stýra teymi einstakra nemenda í samráði við stjórnendur.
  • Að vinna að gerð einstaklingsnámskráa í samstarfi við sérkennara og fylgja þeim eftir.
  • Að mæta þörfum nemenda á heildstæðan og einstaklingsbundinn hátt til að auka félagsfærni, virkni og tilfinningaþroska.
  • Að veita faglega ráðgjöf til kennara og stuðningsaðila.
  • Að aðlaga og hanna námsumhverfi svo það henti fjölbreyttum nemendahópi.

Hæfni:

  • Starfsleyfi sem þroskaþjálfi eða iðjuþjálfi.
  • Þekking og reynsla af starfi með börnum með sérþarfir.
  • Jákvætt viðmót og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni.
  • Þekking á PEERS og TEACCH er kostur.
  • Hreint sakavottorð.

 Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og Þroskaþjálfafélags Íslands eða Iðjuþjálfafélags Íslands.

Umsóknarfrestur er til og með 16. ágúst 2023.

 

 

Nánari upplýsingar veitir:

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, skólastjóri, netfang skolastjori@strandabyggd.is

 

Umsóknir með starfsferilskrá og afriti prófskírteina ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist á skolastjori@strandabyggd.is

Skólaslit Grunn- og Tónskólans á Hólmavík

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 01. júní 2023

Skólaslit Grunn- og Tónskólans á Hólmavík verða föstudaginn 2. júní, klukkan 12:00 í Hólmavíkurkirkju.
Nemendur mæta með foreldrum á skólaslit, það er ekki skólaakstur.
Barnakór og Rokkband koma fram.
Sumarleyfi nemenda hefst að loknum skólaslitum.

Vordagur 1. júní

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 31. maí 2023

Vordagur 1. júní.
Dagskráin hefst klukkan 10:00-12:00 með ýmsum leikjum við Félagsheimili. Andlitsmálning, ærslabelgur, kubb, sápukúlur, hjólabraut, grillaðar pylsur og fleira. Búið er að útbúa hjólabraut, komið endilega með hjól eða hjólandi en munið eftir hjálmunum. Leikskólabörnum er sérstaklega boðið og foreldrar velkomnir.

Skólabíll ekur úr sveit og aftur til baka klukkan 12:00.    

Veiga Grétarsdóttir međ frćđslu í Félagsheimili

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 27. mars 2023

Veiga Grétarsdóttir transkona heimsækir félagsmiðstöð og skóla og verður með fræðslu þriðjudaginn 28.mars.

Hún fjallar um sögu sína sem kona og fer yfir það hvernig var að vera barn, unglingur og fullorðin og burðast alltaf með leyndarmálið um hver hún var verandi föst í karlmannslíkama í 38 ár .

Hún vill veita innblástur með vandaðri framsögu sem á erindi við alla þá sem þurfa að takast á við áskoranir og mótlæti eða vilja bæta árangur sinn.

Fyrirlesturinn verður margskiptur og lagaður að mismunandi aldri barnanna sem á hann hlýða.

Að framsögu lokinni verða umræður og spurningum svarað.

Öll þau sem áhuga hafa á málefninu eru hjartanlega velkomin seinni partinn en við byrjum á grunnskólanum og elsta hópi leikskóla. Þar verða frá kl 12:10 til 13:10,  5 ára og 1.-6. bekkur í Hnyðju og svo frá 13:30-14:30,  7.-10. bekkur í Félagsheimilinu.

Kl 18:00 verður opinn fyrirlestur fyrir unglinga af Ströndum, Reykhólum og Dalabyggð í Félagsheimilinu og hvetjum við öll sem áhuga hafa, af þessu svæði til að mæta.

19:30 verður svo í boði fyrir alla foreldra og aðra áhugasama að hlýða á Veigu í Félagsheimilinu.

Öll eru hvött til að mæta, hlusta og spyrja um hvaðeina sem þeim býr í brjósti.

Afhending viđurkenninga til íţróttafólks ársins í Strandabyggđ og leikir og létt hreyfing.

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 14. febrúar 2023

Nemendur og starfsfólk Grunnskólans á Hólmavík bjóða öllum foreldrum og öðrum áhugasömum í leik og létta hreyfingu í hádeginu,  15. febrúar 2023, klukkan 12:10 í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík.
Við sama tilefni afhendir fulltrúi Tómstunda- íþrótta- og menningarnefndar íþróttafólki ársins í Strandabyggð verðlaun og viðurkenningar.
Að því loknu heldur áfram sameiginleg leikjastund og þið eruð öll velkomin.

Lausar stöđur til umsóknar

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 03. janúar 2023

ATH! Þau mistök urðu við birtingu neðangreindrar auglýsingar sem birt var á heimasíðu Grunnskólans á Hólmavík 29. nóvember að hún var ekki sýnileg á heimasíðu sveitarfélagsins Strandabyggðar eins og hún ætti alla jafna að vera. Til að uppfylla þetta formsatriði er auglýsingin birt hér með nýjum umsóknarfresti. Kennarar eru hvattir til að sækja um.

Lausar stöður til umsóknar við Grunnskólann á Hólmavík og Leikskólann Lækjarbrekku

 

Tímabundin staða íþróttakennara

Staða íþróttakennara með áherslu á skólaíþróttir og sund. Um er að ræða kennslu í 1. – 10. bekk með samkennslu hópa. Kennslugreinar: skólaíþróttir og sund, skólahreysti, íþróttir leikskólabarna og almenn kennsla. Starfshlutfall 80%. Athugið að um tímabundna ráðningu til eins árs er að ræða frá 1.janúar 2023.  

Staða leikskólakennara

Staða leikskólakennara, almennt starf á deild. Starfshlutfall er 100% og vinnutíminn frá 8:00-16:00. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Grunnskólinn Hólmavík og Leikskólinn Lækjarbrekka tilheyra sameinuðum leik-, grunn- og tónskóla í Strandabyggð og starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um grunnskóla og leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá grunnskóla og stefnu skólans.

Uppeldisstefnan er jákvæður agi, skólinn er grænfánaskóli og unnið er að innleiðingu stefnu um heilsueflandi skóla.

Menntunar og hæfniskröfur:

• Kennaramenntun, leyfisbréf og hæfni til kennslu í viðeigandi skólagerð

• Góð íslenskukunnátta

• Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum

• Jákvæðni, frumkvæði og góður samstarfsvilji

• Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum

• Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum

• Reglusemi og samviskusemi

• Hreint sakavottorð

Laun eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Umsóknarfrestur er til 10.janúar, 2023.

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri gefur upplýsingar um starfið og tekur á móti umsóknum ásamt ferilskrá, afriti leyfisbréfa og upplýsingum um meðmælendur netfang: skolastjori@strandabyggd.is

Skólastarf ađ loknu jólaleyfi

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 02. janúar 2023
Skólastarf hófst í Grunn- og tónskólanum á Hólmavík að loknu jólaleyfi með skipulagsdegi 2. janúar 2023. Nemendur mæta skv. stundaskrá þann 3. janúar. Kennsla fer nú fram á þremur stöðum, 1.-3. bekkur sækir skóla á efri hæð í húsi Sparisjóðsins, 4.-6. bekkur í Hnyðju og 7.-10. bekkur í Félagsheimili. Unnið er að skipulagi fyrir Tónskólann sem tekur mið af dreifingu nemenda um  þorpið. 
Húsnæði skólans var lokað 30. nóvember vegna myglu. Úttekt Verkfræðistofunnar EFLU var gerð 15. desember og niðurstöðu má vænta síðar í janúar. 




Fyrri síđa
1
234567525354Nćsta síđa
Síđa 1 af 54
Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Janúar 2025 »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nćstu atburđir