A A A

Valmynd

6. og 7. bekkur í Reykjaskóla

| 20. janúar 2012
Ţessar ungu snótir dvöldu í skólabúđunum í fyrra. Eyrún, Kristín, Branddís og Sunneva.
Ţessar ungu snótir dvöldu í skólabúđunum í fyrra. Eyrún, Kristín, Branddís og Sunneva.
Næstu vikuna, dagana 23.-27. janúar, fara nemendur 6. og 7. bekkjar í skólabúðirnar að Reykjum í Hrútafirði. Nemendum grunnskóla víðsvegar að af landinu gefst kostur á að dvelja í skólabúðunum, vikutíma í senn við nám, leik og störf. Starfið beinast að sömu markmiðum og starfið í almennum grunnskólum. Í skólabúðunm er lögð sérstök áhersla á að auka samstöðu og efla samvinnu milli kennara og nemenda, að auka félagslega aðlögun nemenda, að þroska sjálfstæði nemenda, að nemendur fáist við áður óþekkt viðfangsefni, að nemendur kynnist nýju umhverfi og ólíkum lífsmáta, að örva löngun nemenda til að athuga og rannsaka umhverfið og komast að niðurstöðu og að auka athyglisgáfu nemenda.

Mikil tilhlökkun og gleði var í hópnum í dag og er það Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir sem fer með hópinn á mánudaginn. Viðfangsefni eins og bátsferðir, heimsókn á Byggðasafnið, að dvelja á heimavistinni, þátttaka í íþróttum, náttúrufræðiathugunum, fjármálafræðslu og síðast en ekki síst kvöldvökunum er krökkunum mikið tilhlökkunarefni.


Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Janúar 2025 »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nćstu atburđir