A A A

Valmynd

7. bekkur í Reykjaskóla

| 22. febrúar 2011
Í gær héldu nemendur 7. bekkjar af stað í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði ásamt Hrafnhildi Guðbjörnsdóttur umsjónarkennara og Steinari Inga Gunnarssyni stuðningsfulltrúa. Það skein mikil gleði, spenna og tilhlökkun úr augum nemendanna þegar þau mættu með farangurinn í rútuna í gærmorgun. Þau munu dvelja þar út vikuna og taka þátt í starfinu í skólabúðunum sem beinist í öllum aðalatriðum að sömu markmiðum og starfið í almennum grunnskóla með áherslu á að skapa samstöðu og efla samvinnu milli nemenda og kennara, auka félagslega aðlögun nemenda og þroska sjálfstæði nemenda. Þessa viku eru líka nemendur frá Drangsnesi og Akureyri á Reykjum. Við fréttum að ferðin hafi gengið vel og að gærdagurinn hafi vakið mikla lukku þar sem nemendur komu sér fyrir á herbergjum sínum og kynntust svæðinu. Þau fóru í stöðvaleiki, íþróttir, náttúrufræði, þythokký, borðtennis, tóku þátt í kvöldvöku og fengu hressingu fyrir svefninn.

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Janúar 2025 »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nćstu atburđir