8.- 10. bekkur á Samfés um helgina
| 04. mars 2011
Í dag halda nemendur í 8.-10. bekkur á Samféshátíðina í Reykjavík undir stjórn Arnars Jónssonar tómstundafulltrúa. Þau byrja á því að fara út að borða seinnipartinn en fara svo á ball í Laugardalshöllinni í kvöld. Á laugardag fara þau á söngvakeppni Samfés, í Laser-Tag í Kópavogi, Go-Kart í Garðabæ, bíóferð, diskókeilu í Öskjuhlíðinni og skauta í Egilshöll. Það verður án efa mikið fjör og rosalega gaman hjá þeim. Þau koma síðan heim um kvöldmatarleytið á sunnudaginn. GÓÐA SKEMMTUN KRAKKAR!