A A A

Valmynd

ADHD vika

| 21. nóvember 2011

Dagarnir 23. - 30. nóvember í Grunnskólanum á Hólmavík verða helgaðir fróðleik um ADHD, sem er athyglisbrestur og ofvirkni. Skipulagning stendur yfir og munum við, Hildur Guðjónsdóttir og Jóhanna Hreinsdóttir, annast undirbúninginn í samvinnu við starfsmenn skólans, foreldra og aðra áhugasama. Markmið með verkefninu er að auka fræðslu og skilning okkar á ADHD röskun sem leiðir til betri hegðunar, líðan og viðhorfi allra í samfélaginu. Við viljum byggja upp jákvætt og uppbyggjandi umhverfi fyrir einstaklinga með ADHD þannig að þeir fari út í framtíðina með góða sjálfsmynd sem er forsenda velgengni. Við viljum stuðla að því að því að börnin bíði ekki stöðuga ósigra í daglegu lífi heldur mæti stuðningi og umfram allt skilningi. Við berum öll ábyrgð og getum lagt okkar að mörkum með því að sýna jákvætt viðmót, hrós og viðurkenningu á ADHD.

Í ADHD vikunni ætlum við að reyna að auka vitund og fræðslu um ADHD með því að virkja alla nemendur og starfsfólk Grunnskólans á Hólmavík þannig að allir leggi eitthvað að mörkum til vitundarvikunnar. Við ætlum að vinna með viðfangsefnið á heildstæðan hátt og samþætta það hluta af námi og kennslu skólans í eina viku. Í tilefni af ADHD vikunni stöndum við fyrir námskeiðinu Skólaganga barna með athyglisbrest og ofvirkni, námskeið fyrir kennara og annað starfsfólk grunnskóla. Námskeiðið verður haldið í fjarfundi
. Kennslu í 1. - 6. bekk lýkur því klukkan 12:20 á fimmtudag og föstudag og kennslu í 7. - 10. bekk lýkur klukkan 11:50 báða dagana.

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Janúar 2025 »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nćstu atburđir