A A A

Valmynd

Ađalfundur Foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík

| 27. október 2011
Hressir krakkar í 3. bekk
Hressir krakkar í 3. bekk

Áttu barn í Grunnskólanum á Hólmavík? Þá máttu ekki missa af þessu!

 

Í kvöld, fimmtudaginn 27. október kl. 18:00 verður aðalfundur Foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík haldinn í Félagsheimilinu á Hólmavík. Auk þess að kjósa nýja stjórn verður fjallað um hvernig efla megi samstarf foreldra, barna og skóla.

 

Á dagskrá er skemmtilegt erindi um samskipti foreldra og barna, pizzur í boði Foreldrafélagsins og almenn fundarstörf.

Kl. 18:00-18.30 Krísusögur: Arnar S. Jónsson, tómstundafulltrúi Strandabyggðar flytur fræðandi og skemmtilegt erindi um samskipti foreldra og barna.

 

Kl. 18:30-19:00 Matarhlé. Pizzur í boði Foreldrafélagsins, ókeypis fyrir fundargesti.

 

Kl. 19:00 - 20:00 Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskólans við Hólmavík.

1. Skýrsla stjórnar

2. Reikningar síðasta starfsárs

3. Kosning stjórnar, bekkjarfulltrúa og skoðunarmanna

4. Stutt umfjöllun um samráðsfundi, bekkjarkvöld og skólaárið 2011 - 2012

5. Önnur mál

 

Sjáumst hress!

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Nóvember 2024 »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nćstu atburđir