A A A

Valmynd

Ađgengi ađ lífinu

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 23. október 2014

MND félagið á Íslandi hefur með stuðningi Velferðar-, Umhverfis- og auðlindaráðuneytis hrint af stað verkefninu Aðgengi að lífinu sem er ætlað 10. bekkingum á landsvísu.


Verkefnið er liðakeppni sem felur í sér könnun á aðgengismálum hreyfihamlaðra í nærumhverfi ungmennanna.

Tilgangur verkefnisins er eftirfarandi:

1. Að efla skilning ungmenna á aðstæðum hreyfihamlaðra

2. Að stuðla að bættu aðgengi hreyfihamlaðra með lausnum ungs fólks

3. Að skapa jafnréttisgrundvöll á milli hreyfihamlaðra og óhreyfihamlaðra

Tilgangur verkefnisins er að vekja ungmenni til umhugsunar um hindranir í umhverfi sínu og að þau verði eins konar sendiherrar aðgengis í framtíðinni.

Guðjón Sigurðsson formaður MND félagsins og Arnar Helgi Lárusson formaður Samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra og atvinnumaður í hjólastólaakstri heimsóttu Grunnskólann á Hólmavík 7. október sl. og kynntu verkefnið og aðstæður hreyfihamlaðra.

Verkefnið fór þannig fram að hópnum var afhentur hjólastóll í 1 sólarhring til þess að greina hindranir í nærumhverfi sínu, t.d. að komast í tómstundastarf, fara í verslanir, komast á bókasafn og svo framvegis.

Í lok nóvember verða veitt vegleg verðlaun fyrir bestu lausnirnar og bestu samantektina auk þess sem verkefnin í 2. og 3. sæti fá verðlaun.

Hér má sjá skilaverkefni nemenda okkar í 10. bekk: 

https://www.youtube.com/watch?v=_EpbuRC94B8&list=UUUXxz5O0-nEgRu9EDvWpq2A



Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Desember 2024 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nćstu atburđir