A A A

Valmynd

Afhending grćnfána

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 19. desember 2021
Afhending grćnfána. Mynd Ásta Ţórisdóttir
Afhending grćnfána. Mynd Ásta Ţórisdóttir
« 1 af 3 »

 

Í vikunni var formleg afhending grænfána til skóla í Strandabyggð. Í ár bættist við þriðji skólinn sem fær þessa umhverfisvottun sem grænfáninn er, en það er Vinnuskóli Strandabyggðar. 

Grænfáninn er umhverfisverkefni sem skólar á öllum skólastigum geta tekið þátt í og er helsta innleiðingartæki menntunar til sjálfbærni í heiminum í dag. 

 

Grunn- og tónskólinn á Hólmavík hefur verið í grænfánaverkefninu síðan 2007 og fær nú sinn fimmta fána. Leikskólinn Lækjarbrekka er að fá sinn þriðja fána eftir nokkurt hlé. Þessir tveir skólar voru sameinaðir árið 2020 og munu framvegis vinna sem einn skóli og setja sér sameiginleg þemu og markmið til næstu tveggja ára. Nú þegar hafa umhverfisnefndir skólans ákveðið að annað þemað af tveimur verði lýðheilsa en samtímis er sameinaður skóli að fara í verkefnið „heilsueflandi grunnskóli“ sem Landlæknisembættið stendur fyrir. 

 

Umhverfisnefnd grunnskólans skipulagði samverustund í skógi í tilefni afhendingarinnar.
Þar afhenti Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri viðurkenningarspjöld frá Landvernd og fulltrúar hvers skóla tóku við þeim ásamt grænfánaskiltum. Þá var boðið upp á kakó og piparkökur, leiki við allra hæfi og jólasveinarnir létu sig ekki vanta. 

Skólar á grænni grein, grænfánaverkefnið er alþjóðlegt umhverfismenntaverkefni sem rekið er af Landvernd á Íslandi. Markmið verkefnisins er að auka umhverfismennt, menntun til sjálfbærni og að styrkja umhverfisstefnur skóla. Verkefnið er stærsta umhverfismenntaverkefni í heimi og er haldið úti af samtökunum Foundation for Environmental Education.

 

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Nóvember 2024 »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nćstu atburđir