A A A

Valmynd

Árshátíđ Grunn- og Tónskólans

| 28. mars 2011
100 ára skólahald á Hólmavík - árshátíđ Grunn- og Tónskólans á Hólmavík. Myndir JG, strandabyggd.is
100 ára skólahald á Hólmavík - árshátíđ Grunn- og Tónskólans á Hólmavík. Myndir JG, strandabyggd.is
Árshátíð Grunn- og Tónskólans á Hólmavík var haldin í Félagsheimilinu á Hólmavík á föstudagskvöld. Nemendur og starfsfólk skólans höfðu varið vikunni í að undirbúa og setja upp glæsilega leiksýningu þar sem rakin var 100 ára saga skólahalds á Hólmavík. Arnar S. Jónsson samdi leikritið, um leikstjórn sá Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir og Stefán Steinar Jónsson sá um tónlistarstjórn. Nemendur og starfsfólk Grunnskólans léku og sungu og allir komu að sýningunni á einhvern hátt. Að sýningu lokinni var haldinn fjölskyldudansleikur í Félagheimilinu. Öll erum við sammála um að árshátíðin hafi verið sérlega vel heppnuð og gaman var að sjá alla gestina í salnum. Í vor stendur svo til að fagna 100 ára afmælinu enn frekar og bjóða til afmælisveislu. Myndir frá árshátíðarundirbúningnum má sjá hér og von bráðar koma inn myndir frá árshátíðinni sjálfri og síðar er stefnt að því að gefa út leikritið á DVD. Á vefnum Strandir.is má sjá frétt og myndir frá árshátíðinni. Grunn- og Tónskólinn þakkar öllum nemendum sínum og foreldrum þeirra, starfsfólki og öðrum sem lögðu árshátíðinni lið hjartanlega fyrir að gera kvöldið að veruleika.

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Desember 2024 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nćstu atburđir