A A A

Valmynd

BÓKAVÍK - Bókmennta- og ljóðavika í Strandabyggð

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 14. nóvember 2014
Vikuna 17.- 23. nóvember mun Hólmavík breytast í Bókavík en þá verður haldin Bókmennta-og ljóðavika í Strandabyggð. Vikan er hugmynd nokkurra unglinga og vann til verðlauna í hugmyndasamkeppni Landsbyggðarvina vorið 2014.

Í tilefni af því hafa nemendur og starfsfólk Grunnskólans hafið hvern dag í nóvember með 10 mínútna yndislestri. Að auki er tvenns konar lestrarátak í gangi annars vegar alllirlesa.is sem eldri nemendur taka virkan þátt í og hins vegar lestrarátak Ævars vísindamanns þar sem yngri nemendur lesa af miklu kappi.

Við í skólanum viljum að sjálfsögðu hvetja ykkur öll til að lesa sem mest og bendum á að bókasafnið er opið öllum kl. 19:30 - 20:30 dagana 17. -21. nóvember.

Opið hús verður í skólanum miðvikudaginn 19. nóvember klukkan 13:00 - 14:00 en þá ætla nemendur að sýna afrakstur bókmenntavinnu sinnar. Allir eru velkomnir.

Andri Snær Magnason rithöfundur heimsækir skólann að morgni föstudags 21. nóvember.

Margt fleira verður um að vera og við hvetjum ykkur til að kíkja endilega á dagskrána 
http://www.strandabyggd.is/…/Dagskra_Bokmennta-og_ljodavik…/ Það þarf engum að leiðast þessa vikuna.

Bekkjavefir

Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Næstu atburðir