Borgarafundur í Borgarnesi
| 20. október 2010
Fimmtudaginn 21. október er opinn borgarafundur í Borgarnesi í eineltisátaki sem Heimili og skóli - landssamtök foreldra, Liðsmenn Jerico, Olweusaráætlunin og Ungmennaráð SAFT standa fyrir. Umfjöllunarefnið er einelti og ungt fólk, netið og ábyrgð samfélagsins. Leikhópar unglinga undir handleiðslu leiklistarkennara eða leiðbeinanda á hverjum stað, setja upp leiksýninguna „Þú ert það sem þú gerir á netinu" eftir Elítuna og Rannveigu Þorkelsdóttur.
Sveitarfélagið Strandabyggð hvetur fólk til að fjölmenna á fundinn og býður því upp á far með skólabílnum. Áhugasamir um farið eru beðnir um að hafa samband við Hildi aðstoðarskólastóra í s. 451-3129, 451-3430, 661-2010, skolastjorar@holmavik.is sem fyrst.
Sveitarfélagið Strandabyggð hvetur fólk til að fjölmenna á fundinn og býður því upp á far með skólabílnum. Áhugasamir um farið eru beðnir um að hafa samband við Hildi aðstoðarskólastóra í s. 451-3129, 451-3430, 661-2010, skolastjorar@holmavik.is sem fyrst.