A A A

Valmynd

Danir í heimsókn á Hólmavík

| 28. ágúst 2011
Íslendingarnir á leiđ til Danmerkur haustiđ 2010.
Íslendingarnir á leiđ til Danmerkur haustiđ 2010.
Í upphafi skólans komu til okkar fimmtán drengir frá Danmörku og fimm farastjórar þeirra til að taka þátt í dagskrá sem skipulögð var af skólanum, nemendum í 10. bekk og útskriftarnemendum frá í vor og foreldrum þeirra. Það var Jóhanna Ása Einarsdóttir kennari sem tók við hópnum fyrir hönd skólans og stýrði verkefninu af röggsemi og áhuga með stuttum fyrirvara.

Nemendur okkar hittu Danina í Skagafirði þar sem farið var í klettaklifur og flúðasiglinu. Hér á Hólmavík var farið í reiðtúr með Strandahestum, Galdrasýningin og Sauðfjársetrið heimsótt ásamt því að fara í siglingu og sjóstangveiði með Sundhana frá Drangsnesi um leið og Grímsey var heimsótt. Danirnir gistu allir á hólmvískum heimilum og eiga foreldrar og aðrir gestgjafar miklar þakkir skyldar fyrir að sinna gestgjafahlutverkinu nú af alúð og natni. Það fyrirkomulag að gist sé á einkaheimilum og að fæði sé í boði gestgjafa er ein af þeim forsendum sem tryggja að verkefnið gangi upp fjárhagslega og geti haldið áfram. Danirnir enduðu svo ferðina með því að fara hringinn um Gullfoss og Geysi og tóku þátt í Menningarnótt í Reykjavík.

Með samstarfi sem þessu fá nemendur m.a. tækifæri til að tala tungumálið og skrifa bréf sem skilar sér í námið. Auk þess er alltaf gott að fara út fyrir sitt eigið þægindasvið með því að búa inn á öðrum og læra að taka á móti gestum. Þetta hefur allt verið mjög gefandi og skemmtilegt. Með þessari heimsókn frá Danmörku lauk seinni áfanga í samstarfi skólanna vegna þessa hóps nemenda. Strax í haust munu nemendur í 8. og 9. bekk og foreldrar þeirra hefja undirbúning að næstu heimsókn til Danmerkur sem við endurgjöldum síðan í hlutverki gestgjafa. Nemendur munu því eignast nýja pennavini til að skrifast á við í dönskutímum hjá Árnýju Huld og Bjarna Ómari í vetur þar sem grunnur er lagður að því að nemendur kynnist og eigi í góðum samskiptum þegar þeir hittast að lokum í Danmörku. 

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Janúar 2025 »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nćstu atburđir