A A A

Valmynd

Eldvarnardagurinn

| 24. nóvember 2010
Eldvarnaátak Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna stendur yfir frá 19. nóvember til 27. nóvember. Slökkviliðsmenn í Strandabyggð heimsóttu Grunnskólann á Hólmavík í dag og fræddu nemendur í 1.-4. bekk um eldsvoða og eldvarnir. Nemendur fengu í hendur myndskreytta sögu um slökkviálfana Loga og Glóð, bókamerki og veggspjald sem fer á vegg í skólastofunum til minningar um heimsóknina og til áminningar um mikilvægi eldvarna.

Okkur brá síðan heldur betur í brún þegar viðvörunarbjöllur vegna elds fóru af stað upp úr kl. 11. Nemendur og starfsfólk rýmdu skólahúsnæðið í snarti og héldu út á skólalóð. Þar fóru nemendur í raðir eftir bekkjum með kennurum sínum en að loknu nafnakalli og talningu kom í ljós að einn nemanda vantaði í hópinn en þá var slökkviliðið sem betur fer komið á staðinn og héldu inn í bygginguna í leit að nemandanum með þeim árangri að hann fannst fljótt og örugglega. Sem betur fer var þetta bara eldvarnaræfing en að lokinni æfingu komu nemendur og starfsfólk saman á sal skólans og fóru yfir tæknileg atriði og síðar fór slökkviliðsstjórinn yfir daginn með Bjarna skólastjóra með það í huga að laga það sem betur mætti fara.

Myndir frá deginum eru komnar hér inn undir skólamyndir.

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Desember 2024 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nćstu atburđir