Eldvarnardagurinn
| 10. desember 2012
Eldvarnardagurinn var haldinn föstudaginn 7. desember. Einar, slökkviliðsstjóri, og Sigurður Marinó, varaslökkviliðsstjóri, komu í skólann og héldu brunaæfingu með nemendum og starfsfólki. Nemendur í unglingadeildinni fengu leiðsögn í meðferð og notkun handslökkvitækja og æfðu sig í að slökkva eld. Einar og Sigurður voru nokkuð ánægðir með hvernig til tókst. Til stendur að halda aðra æfingu þegar líður nær vori.