A A A

Valmynd

Er Jón okkar jólastjarna Stöđvar 2 og N1?

| 04. nóvember 2011
Jólastjarnan okkar, Jón Stefánsson.
Jólastjarnan okkar, Jón Stefánsson.

Jón Stefánsson, nemandi okkar í 7. bekk, sá auglýsingu í sjónvarpinu þar sem Stöð 2, N1 og Sena standa fyrir söngkeppninni fyrir unga snillinga þar sem sigurvegarinn kemur fram á stærsta sviði landsins með aragrúa af íslenskum og erlendum stjörnum laugardaginn 3. desember á stórtónleikunum Jólagestir Björgvins.

 

Jón var einn af tæplega fjögur hundruð sem sendu inn myndband og söng hann lag Sálarinnar Þú fullkomnar mig af sinni alkunnu list. Af þessum fjögur hundruð voru valdir fimmtán sem komu og sungu fyrir dómnefndina í eigin persónu um síðustu helgi og var Jón okkar einn af þeim. Þar söng Jón lagið Farin sem hjómsveitin Skítamótall gerði vinsælt og lagið Villikötturinn eða Ben með Michael Jackson. Í dómnefndinni sitja Björgvin Halldórsson, Gunnar Helgason, Jóhanna Guðrún og Jóhannes Haukur Jóhannesson.

 

Ljóst var að krakkarnir fimmtán eru mikið hæfileikafólk og hefur dómnefndin enn ekki komist að niðurstöðu. Jón á þó von á svari von bráðar. Sjónvarpsvélar frá Stöð 2 voru á staðnum og fylgdust með áheyrnarprufunum, herlegheitin verða sýnd í kvöld, föstudag, í Íslandi í dag. Til hamingju með árangurinn Jón og gangi þér vel!

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Janúar 2025 »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nćstu atburđir