Farsælt samstarf
| 08. október 2019
Námshóparnir hafa nú þegar farið í vettvangsferðir um Strandir og kynnst sér sögur um ýmsa vætti og kynjaverur og hafa kennarar fengið í hendurnar nýtt fræðsluefni frá Þjóðfræðistofu. Galdrasýningin hefur enn fremur fært Grunnskólanum á Hólmavík ný tæki til verkefnavinnunnar sem munu sannarlega nýtast óspart í framhaldinu og færum við bestu þakkir fyrir.
Í verkefnavinnunni munu nemendur velta fyrri sér hvers vegna fortíðin og sagan skipti okkur máli, hvað megi læra af henni og hvernig við getum gert hana aðgengilega og spennandi fyrir börn. Þannig munu börnin vinna sýnar eigin innsetningar á Galdrasýninguna á Ströndum sem opna með pompi og pragt í tilefni Allraheilagrarmessu miðvikudaginn 30. október. Í námsferlinu aðstoða kennarar nemendur við að samþætta nám í íslensku, samfélagsgreinum, erlendum tungumálum, stærðfræði og ekki síst lykilhæfni í skapandi ferli þar sem grunnþátturinn lýðræði og mannréttindi er í forgrunni.