A A A

Valmynd

Fjórir kennarar sćkja námskeiđ um Kvíđa barna og ungmenna.

| 09. febrúar 2012
Föstudaginn 10. febrúar munu fjórir kennarar skólans sækja námskeiðið Kvíði barna og ungmenna. Á námskeiðinu verður fjallað um eðli og einkenni kvíða, af hverju börn verða kvíðin, hvernig kvíði birtist, hvernig hann viðhelst og hvernig æskilegt er að bregðast við kvíðahegðun. Farið verður yfir helstu kvíðaraskanir barna og unglinga, aðskilnaðarkvíða, almenna kvíðaröskun, fælni, ofsakvíða, félagskvíða, kjörþögli og áráttu-þráhyggjuröskun. Helstu viðhaldandi þættir verða kynntir s.s. ofvernd, forðun og hugsanaskekkjur. Fjallað verður um æskileg viðbrögð við kvíða barna og unglinga og notkun atferlismótunar til að takast á við kvíðahegðun. Kennslan byggir á fyrirlestrum um ofangreinda þætti og léttum hóp-verkefnum. Námskeiðið er haldið í fjarfundi í gegnum Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Endurmenntun HÍ. Við fögnum því að starfsmenn okkar geti tekið þátt í námskeiði sem þessu hér í heimabyggð og er þátttakan liður í endurmenntun starfsmanna en endurmenntunaráætlun Grunnskólans á Hólmavík má lesa hér.

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Janúar 2025 »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nćstu atburđir