Frábćrir ţemadagar!
| 02. nóvember 2011
Á föstudaginn var opið hús hjá okkur sem var lokadagur og í raun lokahóf þemadaga okkar sem voru dagana 26. - 28. október sl. Smiðjurnar vöktu mikla lukku í fyrra og var því ákveðið að halda svipuðu sniði í ár. Hefðbundið skólastarf var brotið upp þessa daga og nemendur unnu í sjö aldursblönduðum smiðjum sem kennararnir okkar og starfsfólkið okkar hafði veg og vanda að skipuleggja og framkvæma með aðstoð annarra starfsmanan skólans. Nemendur fengust við skemmtileg verkefni í smiðjunum Ljósmyndarallý, Prjónað af hjartans list, Tónlistarsmiðju, Freestyle-danssmiðju, Smíðasmiðju, Skrautskrift og sögur og Leiklist og ljóð. Mikil ánægja var með starfið og mátti greina mikla gleði og góðan vinnuanda í húsinu. Markmið þemadaga er að efla fjölbreytileika í skólastarfinu og teljum við það hafa tekist vel. Afraksturinn var virkilega skemmtilegur og sýnilegur á opna húsinu og var gaman að sjá hve margir sáu sér fært að kíkja við, fá sér vöfflu og heitt kakó og gleðjast með okkur. Hér má sjá myndir frá þemadögunum.