A A A

Valmynd

Fróđleiksmolar um ADHD frá félagsmálastjóra

| 28. nóvember 2011
Hildur Jakobína Gísladóttir, félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps. Mynd: Brian Berg.
Hildur Jakobína Gísladóttir, félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps. Mynd: Brian Berg.
Nemendur og starfsfólk Grunnskólans á Hólmavík tók virkan þátt í evrópsk vitundarvika um athyglisbrest og ofvirkni (ADHD) sem fram fór í síðustu viku.  Þeir sem eru með ADHD eru með frávik í þeim hluta heilans sem stjórnar athygli og virkni. Það þýðir að taugaboð í þeim hluta heilans eru trufluð (taugaþroskaröskun) og því eiga þeir í erfiðleikum með að einbeita sér, eru eirðarlausir og lenda oft í vandræðum. Orsakir ADHD eru af líffræðilegum toga og hafa ekkert að gera með slakt uppeldi foreldra eða lélegar kennsluaðferðir.


Ekki er til lækning við ADHD enda ekki skilgreint sem sjúkdómur. Þetta er krónískt ástand sem fylgir einsatklingi frá barnsaldri, en það er  oftast greint innan 7 ára aldurs, til fullorðinsára. Mikilvægt er að skilja að barn sem er með ADHD velur ekki sjálft að vera til vandræða - og er í sjálfu sér ekki til vandræða heldur veldur frávikið hegðun þess. Því miður verða börn með ADHD oft útskúfuð félagslega vegna hegðunar sinnar. Þó er hægt að kenna barni með ADHD ýmislegt til að hjálpa því að falla félagslega inn í hópa. Flest þessi börn eru á lyfjum, fjölskyldur þeirra fá ráðgjöf og stuðning til að eiga við hegðun barnsins og oft eru gerðar einstaklingsmiðaðar stundaskrár í skóla til að barninu gefist kostur á að læra á sínum hraða og samkvæmt sinni getu sem getur verið mismunandi frá degi til dags. Einnig er stuðst við hegðunarmótandi aðferðir.


Það skal tekið skýrt fram að ADHD er algerlega óháð greind. Börn með ADHD geta vel lært. Þau þurfa umfram allt á skilningi, stuðningi, umhyggju og þolinmæði þeirra að halda sem vinna með þeim. Foreldrar barna, sem eru í bekk með börnum sem glíma við ADHD, þurfa að upplýsa börn sín um hvað það sé að vera með ADHD og hvað það felur í sér. Börn eru að upplagi fordómalaus og við foreldrar þurfum að vera þeim fyrirmynd og meðvituð um okkar eigin fordóma.

 

Foreldrar barna með ADHD þurfa einnig á skilningi annarra að halda og stuðningi því að það er ekki alltaf auðvelt að glíma við barn með ADHD. Góðu fréttirnar eru þær að almenningur er orðinn mjög meðvitaður um hvað það felur í sér að eiga barn með ADHD og því hafa fordómar samfélagsins minnkað til muna. Þetta hjálpar foreldrum barnanna mikið fyrir utan hvað það skiptir einstaklinginn sjálfan miklu máli sem glímir við röskunina.

 

Stöndum saman og sýnum skilning, það skilar alltaf bestum árangri.

 

Hildur Jakobína Gísladóttir

félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Janúar 2025 »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nćstu atburđir